Ragnhildur Kristinsdóttir

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur vakið athygli fyrir frábæran árangur á golfvellinum á undanförnum misserum. Ragnhildur er 16 ára gömul, fædd árið 1997, og stundar nám í Verslunarskóla Íslands en hún var áður í Álftamýrarskóla. Ragnhildur er á viðskiptabraut / hagfræðisviði en hún leikur einnig handbolta með Fram og hún er kylfingur vikunnar að þessu sinni.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? 
Ég fékk mína fyrstu kylfu aðeins 6 ára gömul. Ég byrjaði í golfi útaf bræðrum mínum, ég „stal“ oft kylfum bræðra minna þegar ég var yngri, og byrjaði að pútta og bara leika mér, það var ekki aftur snúið eftir það. Mamma segir að ég hafi fæðst með pútter í hönd.

Hefur þú verið í öðrum íþróttum?
Ég æfi handbolta með Fram og spila þar stöðu miðjumanns eða hægri hornamanns, hef æft handbolta í tæp 11 ár. Síðan hætti ég 12 ára í fótbolta.

Helstu afrek í golfinu?
2x íslandsmeistari unglinga í höggleik, 2x íslandsmeistari unglinga í holukeppni, Íslandsmeistari sveitakeppni fullorðna 2012 með sveit GR, 3x stigameistari unglinga.  2x valinn besti kylfingur unglingastarfs GR stúlknu megin.  Síðan það að vera valin í A-landsliðið aðeins 15 ára gömul, var mikill heiður.

Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?
Það hlýtur að vera þegar ég fékk 9 á 6. holu á korpunni fyrir 5 árum s.s. 11ára, tók 3 víti og fékk síðan par á 4 boltan. Þeir sem þekkja þessa holu er hún 100 metra löng par3 hola.

Hver er þinn helsti styrkleiki og veikleiki í golfi?
Ætli styrkleiki að ég sé frekar högglöng með löngu járnum, síðan hef ég frekar góðan leikskilning. Veikileiki er ósamræmi í púttum á milli hringja, en það er allt að koma. Get líka verið of „aggresive“ , það er nánst ekkert sem kallast öruggt högg. Hef samt verið að vinna mikið í því undanfarið.

Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir? 
Nafna mín Sigurðardóttir, því að þegar ég var byrja í golfi leit ég mikið upp til hennar þá var hún líka með mínum fyrstu þjálfurum. Síðan hefur það alltaf verið Tiger sem er í miklu uppáhaldi, því þegar ég horfi á hann spilað er allt svo yfirvegað og hann veit alltaf hvað hann er að gera.

Hefur þú farið holu í höggi eða verið nálægt því?
Nei, því miður en nokkrum sinnum átt bara „tap in“ fugl.

Hver er besti kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Það hlýtur að vera Birgir Leifur.

 Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Ætli Birgir Leifur sé ekki frægasti líka.

Hvaða keppnisfyrirkomulag er skemmtilegast í golfi og hvers vegna?
Holukeppni, því staðan getur breyst svo fljótt. Svo er líka bara mjög skemmtilegt að horfa á holukeppni.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Já, verð alltaf að hafa sömu húfuna síðan hlusta ég alltaf á tónlist áður en ég byrja að keppa í einstaklingskeppnum.

Hvert er uppáhaldshöggið í golfi?
Lobbið, ætli ég nota það ekki einu sinni á hverjum hring, virkilega krefjandi högg en ef það tekst er þetta eitt flottasta golfhögg sem sést.

Eftirminnilegasti golfvöllur sem þú hefur leikið á?
Lake Nona í Orlando.

Hvað finnst þér skemmtilegast og leiðinlegast við golf?
Skemmtilegast er félagsskapurinn hef kynnst mörgu skemmtilegu fólki  í gegnum golfið. Það er ekkert leiðinlegt við golf, kannski bara á Íslandi hvað veðrið getur verið leiðinlegt.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?
Púttin án nokkurs vafa, pútterinn er annað hvort mjög heitur eða ískaldur.

Getur þú sagt okkur frá eftirminnilegri golfsögu af þínum golfferli?
Árið 2011 á Flúðum var haldið árlegt Fram Open mót, og það voru verðlaun fyrir lengsta drive á 18. holu. Ég sló fullkomið golfhögg yfir 200 metra. Síðan þegar komið var í verðlauna afhendingu þá sagði mótstjórinn að ég hefði yfirslegið alla karlana líka, það voru nokkur vandræðaleg andlit. Allir héldu að þetta væri einhver karl sem hafði slegið þetta högg, svo var ekki þetta var bara ég 13 gömul stelpa.

Hvaða þrjá golfholur hér á landi eru í sérstöku uppáhaldi?
15. í Grafarholtinu gjörsamlega frábær golfhola. 17. á Oddi falleg hola hægt að taka sjénsinn og slá á greenið eða spila öruggt. Gamla 15. á Korpunni þessi hola var bara í einu orði erfið.

Hvaða golfholu myndir þú sprengja í loft upp ef þú gætir
3. Holan í Leirdalnum (GKG) ekkert eins leiðinlegt og að labba upp þessa brekku.

Staðreyndir:

Nafn:
Ragnhildur Kristinsdóttir             

Aldur:
16 ára

Klúbbur:
Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)

Forgjöf:
2,7

Fyrirmynd:
Tiger Woods eða Annika Sörenstam

Masters eða Opna breska?
Masters

Skógarvöllur eða strandvöllur?
Skógarvöllur

Uppáhaldslið í enska boltanum?
20 titlar Manchester United

Jason Dufner eða Ian Poulter? 
Dufnering

Uppáhalds matur:
Kjúklingarétturinn hennar mömmu

Uppáhalds drykkur:
Kókómjólk

Uppáhalds golfhola:
15. Grafarholtinu

Erfiðasta golfholan:
4.holan á Fulford 418 yarda par 4

Ég hlusta á:
Nánast allt

Besti völlurinn:
Grafarholtið

Besta skor:
72(+1)  skráða en 70 (-1) á Korpunni með stelpunum.

Besta vefsíðan:
Fótbolti.net eða kylfingur erfitt að velja

Besta bókin:
How I Play Golf eftir Tiger Woods

Besta bíómyndin:
The greatest game ever played

Boltinn í pokanum:
Titlest ProV1

Kylfur: Driver: Mizuno JPX 800 10,5° Stif skaft. Tré: 3 tré: TourEdge Exotics Trilogy 15° Regular skaft. Hybrid: Mizuno JPX800 20° Regular skaft. Járn: Mizuno JPX 800 Pro 4-PW grafít skaft. Fleygjárn: MD fleygjárn 52° 56° 60° Pútter: Nike Methood 004

Skór:
Adidas Adizero hvítir og bleikir.