Henning Darri Þórðarson

Henning Darri Þórðarson er einn af efnilegustu kylfingum landsins en hann varð Íslandsmeistari í sínum aldursflokki í höggleik 2012 og 2013. Henning Darri er fæddur árið 1998 og verður því 16 ára á þessu ári en hann er með 2,3 í forgjöf og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Kylfingur.is fékk Hafnfirðinginn til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum þar sem að þjófnaður á pútter ber þar hæst ásamt góðum aðdraganda fyrsta „draumahöggi“ Hennnings Darra á ferlinum.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?
Ég var farin að sveifla kylfum um 2 ára gamall (plastkylfum og horfði frekar á golf en teiknimyndir)

Hefur þú verið í öðrum íþróttum?
Fótbolta FH og körfubolta Haukar og er alveg til í að kíkja á handboltann líka hjá FH

Helstu afrek í golfinu?
Íslandsmeistari í höggleik 2012 og 2013 og sveitakeppni karla 2013

Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?
Þegar ég var búin að stela pútternum hans pabba og gleymdi að skila til baka í settið hans, við fórum síðan í mót á Hellu og þegar kjellinn ætlaði að fara að pútta á fyrstu þá var enginn pútter í pokanum og hann þurfti að nota 3 járn allan hringinn til að pútta með og var bara nokkuð seigur sá gamli.
Afi Hjörtur var með okkur og honum fannst þetta þræl fyndið.

Hver er þinn helsti styrkleiki og veikleiki í golfi?
Þolinmæði og jafnaðargeð er minn styrkur og veikleikinn er kanski helst meiri grimmd

Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir?
Tigerinn, Striker, og svo er Henrik Stenson nettur, Axel Bóa hér heima

Hefur þú farið holu í höggi eða verið nálægt því?
Já fór holu í höggi í Heimsferðamótinu í sumar á 4 holu á Hrauninu í Keili

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Axel Bóa og Rúni Kiddi Gau vinur hans pabba en hann er frægur fyrir að spila 300 hringi á ári og telur samt ekki alla með 

Hver er besti kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Pabbi ekki spurning, allavega sá skemmtilegsti

Hvaða keppnisfyrirkomulag er skemmtilegast í golfi og hvers vegna?
Höggleikur eða bara allt skemmtilegt

Hvaða íslenski kylfingur er sá besti frá upphafi?
Úlfar Jónsson

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Já frekar án þess að taka eftir því sjálfur en er bent á það

Hvert er uppáhaldshöggið í golfi?
Klárlega pútt, þau eru krefjandi

Eftirminnilegasti golfvöllur sem þú hefur leikið á?
Skalica Golf Club, Slovakia með 18 ára og yngri landsliðinu

Hvað finnst þér skemmtilegast og leiðinlegast við golf?
Þetta er krefjandi og skemmtilegt sport en getur verið erfitt þegar illa gengur

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?
Vera grimmari og lækka meðalskorið

Getur þú sagt okkur frá eftirminnilegri golfsögu af þínum golfferli?
Fékk 10 högg á 2. holu á Keili, svo par og svo nelgdi ég niður ás á 4. holu. Kallinn kominn í gang þrátt fyrir erfiða byrjun og fyrsta hola í höggi staðreynd.

Hvaða þrjár golfholur hér á landi eru í sérstöku uppáhaldi?
Þessi margumrædda 18. á Hvaleyrinni, 7. á Kiðabergi og 6. í Vestmanneyjum

Hvaða golfholu myndir þú sprengja í loft upp ef þú gætir?
18. á Hvaleyrinni.

Staðreyndir
Nafn: Henning Darri Þórðarson
Aldur: 15 ára (20.07.1998)
Klúbbur: Keilir
Forgjöf: 2,3
Fyrirmynd: Tigerinn og bræður mínir (Hjörtur og Patrik)
Masters eða Opna breska? Masters
Skógarvöllur eða strandvöllur? Geng heill til skógar.
Uppáhaldslið í enska boltanum? Man Utd
Jason Dufner eða Ian Poulter? Poulterinn og við förum saman að Dufnera.
Uppáhalds matur: Maturinn hennar mömmu
Uppáhalds drykkur: sódavatn
Uppáhalds golfhola: 18. Hvaleyrin
Erfiðasta golfholan: 18. Hvaleyrin
Ég hlusta á: Pabba og mömmu og Jón Jónsson þann mikla meistara og FH-ing
Besti völlurinn: Heima er best og Vestmanneyjar ekki svo galinn
Besta skor: 68 á Hvaleyrinni og Grafarholtinu
Besta vefsíðan: golf.is
Besta bókin: Reglugerðarbókin
Besta bíómyndin: Allar góðar löggumyndir
Boltinn í pokanum: Titleis ProV1x
Kylfur: Mizuno
Skór: Ecco