Guðjón Henning Hilmarsson

er nýlega genginn til liðs við Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ, en hann var áður í GKG. Hann er þrefaldur unglingameistari og hefur verið fastamaður í unglingalandsliðinu undanfarin ár. Guðjón er á öðru ári í Verzlunarskóla Íslands.
 
Hefur þú verið í öðrum íþróttum, en golfi?
“Ég æfði handbolta í stuttan tíma og borðtennis í tvö ár. Síðan spila ég fótbolta nokkrum sinnum í viku.”

Helstu markmið í golfinu?
“Að verða betri kylfingur. Vinna Íslandsmót og komast á PGA-mótaröðina.”

Hver eru helstu afrekin í golfinu?
“Tvisvar sinnum Íslandsmeistari í flokki 13 ára og yngri og einu sinni í flokki 14-15 ára. Var í sveit GKG sem lenti í þriðja sæti í Sveitakeppni GSÍ 2005. Þá fór ég með landsliðinu til Slóveníu og keppti í undankeppni EM U-18 ára.”

STAÐREYNDIR:
Nafn: Guðjón Henning Hilmarsson
Klúbbur: GKJ
Forgjöf:  2,6
Golfpokinn: MacGregor
Golfskór: Ecco
Golfhanski: Footjoy
Markmið í golfinu: Verða atvinnumaður í golfi.
Fyrirmynd: Jack Nicklaus
Uppáhalds matur: Djúsí steik
Uppáhalds drykkur: Trópí
Ég hlusta á: mömmu og pabba, Staffan og tónlist
Besti völlurinn: GL
Besta skor (hvar): 70 á GK og 69 á GKG
Besta vefsíðan: www.liverpoolfc.tv
Besta blaðið: A-4 rúðustrikað.
Besta bókin: The Hitchhiker’s guide to the galaxy
Besta bíómyndin: Matrix, Anchorman og Freddy got fingered
...