Kylfingar

Henning Darri Þórðarson

Henning Darri Þórðarson

Henning Darri Þórðarson er einn af efnilegustu kylfingum landsins en hann varð Íslandsmeistari í sínum aldursflokki í höggleik 2012 og 2013. Henning Darri er fæddur árið 1998 og verður því 16 ára á þessu ári en hann er með 2,3 í forgjöf og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Kylfingur.is fékk Hafnfirðinginn til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum þar sem að þjófnaður á pútter ber þar hæst...

Ragnhildur Kristinsdóttir

Ragnhildur Kristinsdóttir

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur vakið athygli fyrir frábæran árangur á golfvellinum á undanförnum misserum. Ragnhildur er 16 ára gömul, fædd árið 1997, og stundar nám í Verslunarskóla Íslands en hún var áður í Álftamýrarskóla. Ragnhildur er á viðskiptabraut / hagfræðisviði en hún leikur einnig handbolta með Fram og hún er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hvenær byrjað...

Ingvar Andri Magnússon

Ingvar Andri Magnússon

Ingvar Andri Magnússon  Ingvar Andri Magnússon er kylfingur vikunnar á kylfingur.is Ingvar Andri átti gott golfsumar en þessi efnilegi kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð stigameistari í flokki 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröðinni. Ingvar Andri sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ og hann varð klúbbmeistari GR í sínum flokki. Kylfingurinn efnilegi er 13 ára gamall og er nú þega...

Gunnhildur Kristjánsdóttir

Gunnhildur Kristjánsdóttir

Gunnhildur Kristjánsdóttir  Gunnhildur Kristjánsdóttir er ein af efnilegustu kylfingum landsins en hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Gunnhildur, sem er 16 ára gömul,  er kylfingur vikunnar og hún svaraði nokkrum laufléttum spurningum sem lagðar voru fyrir hana. Þar kemur m.a. í ljós að þriðja holan á heimavelli hennar er ekki í miklu uppáhaldi frekar en krókódílar – og sykurskert kó...

Magnús Geir Eyjólfsson

Magnús Geir Eyjólfsson

Magnús Geir Eyjólfsson  Magnús Geir Eyjólfsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Magnús Geir er fæddur í Borgarnesi árið 1980 en hann er ritstjóri fréttavefsins Eyjan.is. Magnús hóf að leika golf fyrir alvöru þegar hann var í námi í Japan en hann telur sig hafa farið holu í höggi á frekar skrautlegum golfferli. Kylfingur.is fékk Magnús til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum....

Magnús Oddsson

Magnús Oddsson

Magnús Oddsson Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Magnús Oddsson formaður Golf Iceland og fyrrverandi ferðamálastjóri. Hann kynntist fyrst golfi árið 1965 á Akranesi, en stundaði það ekki mikið fyrr en síðar. Hefur verið í Golfklúbbi Reykjavíkur  frá 1998 og þar í stjórn frá 2003. Kylfingur.is fékk Magnús til að svara nokkrum spurningum. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? Við vor...

Heimir Bergmann

Heimir Bergmann

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Heimir Bergmann, 48 ára Reykvíkingur sem starfar sem fasteignasali hjá Höfuðborg. Heimir er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og er með 11,2 í forgjöf. Hann er hluti af hópnum Golfelítan og keppir hópurinn af krafti yfir sumartímann. Heimir byrjaði í golfi árið 2004 og er sjötta holan á Akranesi hans uppáhalds golfhola. Kylfingur.is fékk Heimi til að svara nokkru...

Arnar Freyr Jónsson

Arnar Freyr Jónsson

Arnar Freyr Jónsson úr Golfklúbbi Norðfjarðar er kylfingur vikunnar í þessari viku. Hann er 22 ára gamall, Austfirðingur í húð og hár. Hann kemur úr Norðfirði og bjó þar til 16 ár aldur en flutti þá á höfuðborgarsvæðið. Hann býr nú í Garðabæ. Arnar dvelur þó jafnan fyrir austan yfir sumartímann og unnið á Grænanesvelli í Norðfirði. Í dag starfar hann hjá Ölgerðinni. Arnar Freyr er góður kylfingur...

Gísli Sveinbergsson

Gísli Sveinbergsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er hinn efnilegi Gísli Sveinbergsson úr Keili. Hann hefur staðið sig mjög vel á unglingamótaröðinni í golfi undanfarin ár. Hann er 15 ára gamall og varð stigameistari í flokki 15-16 ára drengja á mótaröðinni í fyrra. Hann stundar nám í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem hann er búsettur. Foreldrar Gísla eru þau Unnur Guðríður Indriðadóttir og Sveinberg Gíslason....

Agnar Már Jónsson

Agnar Már Jónsson

Agnar Már Jónsson Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG. Hann tók við starfinu síðasta haust og hefur verið í golfi frá árinu 2003. Agnar er 49 ára gamall og hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum, auk þess að hafa verið um tíma forstjóri Opinna kerfa. Hann er giftur og á þrjú börn. Agnar segir það vera sitt langtímamark...

Andri Þór Björnsson

Andri Þór Björnsson

Andri Þór Björnsson úr GR er kylfingur vikunnar hér á Kylfingi.is. Hann býr um þessar mundir í Bandaríkjunum og stundar nám í Nicholls State háskólanum í Louisianaríki. Hann er 21 árs gamall og á að baki einn sigur á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Hann varð jafnframt klúbbmeistari GR árið 2011. Fjölskylda hans er einnig á kafi golfi fylgist vel með Andra þegar hann er við keppni. Hann var vali...

Sigurður Hafsteinsson

Sigurður Hafsteinsson

Sigurður Hafsteinsson Sigurður Hafsteinsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Sigurður er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í golfi, núverandi Íslandsmeistari eldri kylfinga, golfkennari og fararstjóri fyrir golfara á Spáni þar sem nýlega var plantað tré honum til heiðurs á golfvellinum á Islantilla. Hann hefur keppt í Evrópukeppni félagsliða, Norðurlandamóti landsliða, Evrópukeppni eins...

Ragnar Már Garðars

Ragnar Már Garðars

Ragnar Már Garðarsson Ragnar Már Garðarsson úr GKG er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Þennan 17 ára kylfing ættu íslenskir golfáhugamenn að kannast við en hann fór með sigur af hólmi í Duke of York mótinu sem fram fór í september og er eitt sterkasta unglingagolfmót sem fram fer á ári hverju. Ragnar stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og hefur leikið golf frá unga aldri. Kylfingur.is fé...

Peter Salmon

Peter Salmon

Peter Salmon Peter Salmon er forstöðumaður VITA golf og hefur búið á Íslandi í 31 ár. Hann fæddist í Hong Kong og flutti til Íslands 1981.  Peter er landsþekktur fyrir störf sín í golfferðaþjónustu en þessi enski kappi er líka snjall kylfingur. Peter kynntist hinni íslensku Ólöfu Guðmundsdóttur sem hann er nú giftur á meðan hann var við hótelstjórn í London. Hann heimsótti Ísland og ákváðu...

Guðjón Sveinsson

Guðjón Sveinsson

Guðjón Sveinsson er LEK kylfingur vikunnar. Hann varð klúbbmeistari öldunga hjá Keili í sumar og er með 9,3 í forgjöf og svarar hér nokkrum spurningum kylfings.is. Guðjón er fæddur í Reykjavík en hefur búið í Hafnarfirði í mörg ár og spilar þar sitt golf.Hann hefur starfað á margvíslegan hátt að málefnum golfsins m.a. var hann formaður golfklúbbsins Keilis í tvö ár. Guðjón starfar hjá Vernd fangah...

Örlygur Helgi Grímsson

Örlygur Helgi Grímsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Örylgur Helgi Grímsson, vallarstjóri á Vestmannaeyjavelli. Hann hóf störf á Vestmannaeyjavelli árið 1996 og hefur unnið öll sumur síðan og tók við starfi vallarstjóra árið 2004. Hann starfar sem sjómaður fyrir vetratímann frá Vestmannaeyjum. Örlygur er trúlofaður Kolbrúnu Stellu Karlsdóttur og saman eiga þau sonin Karl Jóhann sem er átta ára gamall. Örlyg...

Davíð Gunnlaugsson

Davíð Gunnlaugsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Davíð Gunnlaugsson úr GKj. Hann er 23 ára gamall og hefur leikið golf frá unga aldri. Hann starfar hjá Golfklúbbnum Kili við að leiðbeina börnunum og unglingum yfir sumartímann og er í laganámi við Háskóla Íslands á veturna. Hann er í sambandi með Heiðu Guðnadóttur sem spilar einnig golf í meistaraflokki. Kylfingur.is fékk Davíð til að svara nokkrum laufl...

Hallgrímur Jónasson

Hallgrímur Jónasson

Hallgrímur Jónasson, íþróttafræðingur og eigandi Golfform.is, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 41 árs gamall og starfar sem íþróttakennari í Rimaskóla í Grafarvogi auk þess að þjálfa 6. flokk í handbolta hjá Fram. Hann er að auki menntaður sem CHEK Golf Performance þjálfari og rekur Golfform.is sem er sérsniðið fyrir kylfinga til að ná hámarks árangri í golfíþróttinni. Hallgrímu...

Guðjón Karl Þórisson

Guðjón Karl Þórisson

Guðjón Karl Þórisson úr Golfklúbbnum Kili er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Þessi 36 ára kylfingur á ættir sínar að rekja til Borgarfjarðar og lauk námi í rekstrarhagfræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst árið 2000 og síðar BSc í Viðskiptafræði, alþjóða markaðsfræðisviði frá Tækniháskólanum árið 2005. Guðjón starfar í dag sem Sölu- og Markaðsstjóri hjá Applicon ehf. Hann er í sambúð með...

Einar Lyng Hjaltason

Einar Lyng Hjaltason

Einar Lyng Hjaltason er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er menntaður PGA golfkennari og starfar hjá Golfklúbbnum Bakkakoti og hjá Golfklúbbi Hveragerðar. Hann er einnig fararstjóri hjá VITAgolf og hefur verið í þeim bransa í 13 ár. Einar starfar allan ársins hring við útivist og á veturna starfar hann sem skíðakennari í Bláfjöllum. Hann er í sambúð með Rakel Árnadóttur og á fjögur bö...

Ragnar Hilmarsson

Ragnar Hilmarsson

Kylfingur vikunnar þessa vikunna er Ragnar Hilmarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann er 56 ára gamall og með 15 í forgjöf. Hann útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1976 og Kennaraháskólanum árið 1987. Ragnar hefur starfað við kennslu síðan. Hann hefur einnig starfað við vallargæslu hjá GKG. Hann á þrjú börn á aldrinum 15-26 ára. Kylfingur.is fékk Ragnar til a...

Þór Ríkharðsson

Þór Ríkharðsson

Þór Ríkharðsson úr Golfklúbbi Sandgerðis er kylfingur vikunnar þessa vikuna á Kylfingi.is. Hann starfar hjá DHL á Íslandi og hefur verið þar síðastliðin fimm ár. Þór er einnig í fjarnámi í Keili og er þar á Hugvísindadeild. Hann byrjaði að þreifa fyrir sér í golfi 14 ára gamall en byrjaði þó ekki fyrir alvöru í íþróttinni fyrr en árið 2009 og er í dag með 4,4 í forgjöf. Þór er 26 ára gamall....

Hans Henttinen

Hans Henttinen

Hans Vihtori Henttinen er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Íslenskir golfáhugamenn ættu að kannast við Hans en hann var lengi einn af eigendum golfverslarinnar Nevada Bob og er nú einn eigenda Golfskálans. Hann er hálfur Finni og hálfur Íslendingur. Hans útskrifaðist sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1986 og starfaði í mörg ár hjá Rauða Krossi Íslands og síðar hjá AFS á Íslandi....

Hulda Birna Baldursdóttir

Hulda Birna Baldursdóttir

Fyrsti kylfingur vikunnar á árinu 2012 er Hulda Birna Baldursdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hún er 38 ára gömul, menntuð viðskiptafræðingur og kennari. Hún kennir raungreinar í Tækniskólanum ásamt því að sjá um markaðsmál í Flugskóla Íslands. Hulda er gift Einar Erni Jónssyni og eiga þau saman fjögur börn. Golf er fyrirferðamikið í fjölskyldunni sem stundar íþróttina...

Ólafur E. Ólafsson

Ólafur E. Ólafsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Ólafur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hann er 53 ára gamall og er viðskiptafræðingur að mennt. Hann er giftur Þorbjörgu Jónsdóttur lífeindafræðingi hjá Krabbameinsfélaginu og eiga þau saman tvær dætur og tvö barnabörn. Hann starfaði áður á markaðs- og sölusviði Osta- og smjörsölunnar í 20 ár áður en hann tók við núverandi...

Guðmundur Örn Árnason

Guðmundur Örn Árnason

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Guðmundur Örn Árnason, tvítugur kylfingur úr Nesklúbbnum. Guðmundur útskrifaðist í vor úr Kvennaskólanum í Reykjavík og starfa nú sem vallarstarfsmaður á Nesvelli þar sem hann hefur unnið síðustu fimm sumur. Hann er uppalinn Vesturbæingur en búsettur á Seltjarnarnesi. Guðmundur er hæfileikaríkur kylfingur, er með 3,6 í forgjöf og náð góðum árangri á ungli...

Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Halldór Halldórsson úr Golfklúbbi Kiðjabergs. Hann er 35 ára gamall og fær kylfingur, með 2,3 í forgjöf. Halldór starfar hjá Reiknistofu bankanna og hefur leikið golf frá árinu 1987. Hann er bróðir Arnar Sölva Halldórssonar sem einnig er fær kylfingur og ólust þeir upp á Sauðárkróki. Halldór segist ætla að taka golfíþróttinni af meiri alvöru á næsta ári o...

Sigmundur Einar Ófeigsson

Sigmundur Einar Ófeigsson

Kylfingur vikunnar að þessi sinni er Sigmundur Einar Ófeigsson, nýkjörinn formaður Golfklúbbs Akureyrar. Hann er fæddur árið 1958 á Siglufirði, uppalinn í Neskaupsstað en flutti til Akureyrar níu ára gamall. Hann er menntaður iðnrekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og vann hjá KEA í um áratug. Hann er nú framkvæmdastjóri Norðlenska auk þess að hafa nýlega tekið við formannsembættinu h...

Gunnar Hansson

Gunnar Hansson

Gunnar Hansson, leikari og þáttastjórnandi Golfs á Íslandi sem sýndur er á RÚV, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Gunnar er fertugur að aldri, giftur og þriggja barna faðir. Hann er helst þekktur fyrir störf sín á sviði leiklistar en í sumar helti hann sér af fullu í störf fyrir RÚV í nýjum og skemmtilegum þætti um íslenskt golf sem sýndur er á þriðjudögum. Gunnar er einnig fær kylfingur...

Íris Katla Guðmundsdóttir

Íris Katla Guðmundsdóttir

Íris Katla Guðmundsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 19 ára gömul og leikur á Eimskipsmótaröðinni. Hún hefur náð fínum tökum á íþróttinni þrátt fyrir að hafa aðeins leikið golf frá árinu 2006. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. Kylfingur.is fékk Írisi til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Hvenær byrj...

Karlotta Einarsdóttir

Karlotta Einarsdóttir

Karlotta Einarsdóttir úr Nesklúbbnum er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 27 ára gömul og keppir reglulega á Eimskipsmótaröðinni. Hún hefur einnig orðið klúbbmeistari Nesklúbbsins í kvennaflokki síðustu tíu ár og hefur verið í sérflokki hjá klúbbnum undanfarin áratug. Hún starfar sem bílstjóri hjá Kynnisferðum og er að læra blikksmíði. Kylfingur.is fékk Karlottu til að svara nokkrum...

Hermann Guðmundsson

Hermann Guðmundsson

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, er kylfingur vikunnar þessa vikuna. Hann hóf að leika golf skömmu eftir aldamótin og er með 21,3 í forgjöf. Hann er 49 ára gamall, giftur Elínu Guðmundsdóttur og á þrjú börn. Hann lék lengi knattspyrnu með Haukum í Hafnarfirði en þegar knattspyrnuferilinn var á enda tók golfið við. Kylfingur.is fékk Hermann til að svara nokkrum laufléttum spurningum um golf...

Tryggvi Pétursson

Tryggvi Pétursson

Tryggvi Pétursson úr GR er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 36 ára gamall og er menntaður efnafræðingur. Hann starfar nú við eftirlit í málmsmíði. Tryggvi á þrjú börn og hefur leikið golf frá árinu 1985. Hann stóð sig vel á Eimskipsmótaröðinni á síðustu leiktíð og varð ofarlega á stigalista mótaraðarinnar. Tryggvi er með 1,3 í forgjöf og við á Kylfingi.is fengum hann til að svara n...

Árni Páll Hansson

Árni Páll Hansson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Árni Páll Hansson golfkennari hjá Progolf. Hann er 42 ára gamall og er með 3 í forgjöf. Hann er giftur Elísabetu Björgvinsdóttur og eiga þau saman þrjá syni. Hann flutti til Bandaríkjanna í háskóla um tvítugt og lék meðal annars í bandaríska háskólagolfinu. Árni Páll ætlaði upphaflega að fara í golfkennaranám í Bandaríkjunum en þess í stað útskrifaðist hann með...

Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson

Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, er kylfingur vikunnar í þessari viku. Ekki þarf að kynna þennan frábæra kylfing fyrir íslenskum golfáhugamönnum enda hefur hann verið í fremstu röð kylfinga hér á landi í fjölda ára. Hann er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð karla og lék á mótaröðinni frá árinu 2007 þa...

Karen Sævarsdóttir

Karen Sævarsdóttir

Karen Sævarsdóttir, áttfaldur Íslandsmeistari kvenna í höggleik, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er búsett í Keflavík og starfar sem golfkennari hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Hún snéri aftur til Íslands fyrir nokkrum árum eftir langa dvöl í Bandaríkjunum. Hún stundar nám hjá LPGA í Bandaríkjunum og lýkur því námi innan skamms. Kylfingur.is fékk þennan reynda kylfing til að svara fyrir...

Bjarni Magnússon

Bjarni Magnússon

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er enginn annar en Bjarni Magnússon, forseti Golfklúbbsins Tudda. Hann er uppalinn á Hvolsvelli en hefur undanfarin ár búið í Hafnarfirði. Hann er giftur Hrafnhildi Ýr Kristjánsson og eiga þau saman tvær dætur. Hann hefur leikið golf frá tíu ára aldri, með hléum, og er í dag með um tíu í forgjöf. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? Ég var ca. 10 ára þegar é...

Daníel Rúnarsson

Daníel Rúnarsson

Daníel Rúnarsson, einn af eigendum Golfkulur.is, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 27 ára gamall og býr á Álftanesi. Daníel stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands ásamt því að vera vöru- og markaðsstjóri hjá Svar tækni. Hann er að auki ljósmyndari hjá Fréttablaðinu í hjáverkum. Kylfingur.is fékk Daníel til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers...

Sigurjón Gunnarsson

Sigurjón Gunnarsson

Sigurjón Gunnarsson, nýkjörinn formaður Golfklúbbs Sandgerðis er kylfingur vikunnar í þessari viku. Hann starfar sem matreiðslumeistari í Reykjanesbæ og var um árabil handknattleiksmaður með Haukum. Hann er giftur Hrafnhildi Valgarðsdóttur rithöfundi og á tvö börn. Við fengjum Sigurjón til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? Var orðinn 42 ára þegar...

Haukur Óskarsson

Haukur Óskarsson

Kylfingur vikunnar á Kylfingi.is þessa vikuna er Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Ness - Nesklúbbsins. Hann er 38 ára gamall og er menntaður viðskiptafræðingur. Hann er giftur Huldu Bjarnadóttur og eiga þau saman tvö börn. Haukur er ekki bara góður í að stjórna golfklúbbi heldur er hann einnig flinkur kylfingur og er með fjóra í forgjöf. Kylfingur.is fékk Hauk til að svara nokkrum...

Páll Erlingsson

Páll Erlingsson

Kylfingur þessa vikuna er Páll Erlingsson, formaður Golfklúbbs Grindavíkur. Hann hefur starfað sem kennari undanfarin tuttugu ár eða svo og síðastliðin áratug hefur hann búið og starfað í Grindavík. Undanfarin þrjú ár hefur hann verið formaður GG og var endurkjörinn til áframhaldandi setu á síðasta aðalfundi klúbbsins. Hann er með 12,4 í forgjöf og við fengum hann til að svara nokkrum skemmtilegum...

Jóhanna G. Jónasdóttir

Jóhanna G. Jónasdóttir

Jóhanna G. Jónasdóttir, formaður Golfklúbbsins á Blönduósi, er kylfingur vikunnar. Hún hefur starfað sem leikskólastjóri á Blönduósi til margra ára og er gift Jóni Aðalsteini Sæbjörnssyni. Jóhanna hóf að leika golf fyrir um átta árum og náði að draga eiginmanninn í golf fyrir tveimur árum. Saman eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Hún er með um 24 í forgjöf og við fengum hana til að svara nokkr...

Theodór Blöndal

Theodór Blöndal

Kylfingur vikunnar þessa vikuna er Theodór Blöndal úr Oddi. Hann er 19 ára gamall og stundar nám við Fjölbrautaskólann í Garðabæ þar sem hann áformar að útskrifast í vor af viðskipta og hagfræðibraut. Hann varð klúbbmeistari hjá Oddi í sumar og tók þátt í nokkrum mótum á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Forgjöfin er í kringum þrjá og fékk Kylfingur.is hann til að svara nokkrum laufléttum spurningum. H...

Örvar Samúelsson

Örvar Samúelsson

Kylfingurinn högglangi, Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar, er kylfingur vikunnar þessa vikuna. Hann er 19 ára gamall og stundar nám í íþróttafræði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Örvar vann keppnina Berserk, högglengdarkeppnina, sem fram fór í Grafarholti á síðasta ári og er því högglengsti kylfingur landsins. Örvar sló boltanum 333 metra. Hann náði mögnuðum árangri síðasta sumar þegar ha...

Ingunn Einarsdóttir

Ingunn Einarsdóttir

Ingunn Einarsdóttir úr GKG er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 27 ára gömul, viðskiptafræðingur með mastersgráðu í reikningshaldi og endurskoðun, og starfar á endurskoðunarsviði Deloitte hf. Hún er í sambúð með kylfingnum Sigmundi Einar Mássyni úr GKG sem varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2006. Að eigin sögn er Ingunn mjög stríðin og finnst æðislegt að ferðast. Hún er með 4,5 í forgjöf...

Hólmar Freyr Christiansson

Hólmar Freyr Christiansson

Kylfingur vikunnar er enginn annar en Hólmar Freyr Christiansson úr GR en hann er vallarstarfsmaður á Korpúlfsstaðavelli og lunkinn kylfingur. Hann er fæddur árið 1983 og hefur hann leikið golf frá tíu ára aldri. Hann hóf störf hjá GR 14 ára gamall og vann þar öll sumur fram til ársins 2004 að hann fór erlendis í nám í grasvallafræði við Elmwood College skólann í Skotlandi. Á meðan á náminu stóð s...

Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson, atvinnumaður í knattspyrnu, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Gylfi leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu Hoffenheim en hann var seldur þangað í sumar frá Reading þar sem hann hafði leikið undanfarin sex ár. Þrátt fyrir að knattspyrnan eigi hug hans allan þá á hann til að leika sér í golfi og er nokkuð flinkur í golfíþróttinni. Gylfi er með 12 í forgjöf og hefur ekki langt...

Vignir Freyr Andersen

Vignir Freyr Andersen

Vignir Freyr Andersen er kylfingur vikunnar að þessu sinni og kominn tími til. Þessi brosmildi kylfingur er sölustjóri hjá golfversluninni Hole in One og hefur verið reglulegur keppandi á Íslensku mótaröðinni í golfi á undanförnum árum. Hann er 39 ára gamall og er þriggja barna faðir. Hann er með 4,7 í forgjöf og við fengum Vigni til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur. Hvenær byrjaðir þú í go...

Sigurður Elvar Þórólfsson

Sigurður Elvar Þórólfsson

Sigurður Elvar Þórólfsson, fréttastjóri á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er menntaður sem íþróttakennari og kenndi íþróttir í áratug. Hann hefur starfað sem íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu/mbl.is frá árinu 2000 og er afar liðtækur kylfingur. Hann er með 5 í forgjöf og uppáhalds kylfingurinn hans er John Daly. Við fengum Sigurð Elvar til að svar...

Leifur Kristjánsson

Leifur Kristjánsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Leifur Kristjánsson úr GR. Hann er e.t.v ekki sá þekktasti í golfbransanum en er með sveiflu á við tvo kylfinga. Leifur starfar sem pípulagningamaður og á þrjú börn en hann hefur verið giftur Heiðu Bjarnadóttur í 35 ár. Við fengum Leif til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur en hann er flinkur kylfingur, með 7.1 í forgjöf. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hver...

Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Hildur Kristín Þorvarðardóttir úr GR er kylfingur vikunnar. Hún hefur ekki langt að sækja golfhæfileikanna því hún er dóttir Ragnhildar Sigurðardóttur, margfalds Íslandsmeistara í golfi. Hildur á ekki langan feril að baki í golfinu því hún hóf að leika golf fyrir aðeins þremur árum og er í dag með 6,1 í forgjöf. Hún lék á unglingamótaröðinni í sumar og varð m.a. í 2. sæti í Íslandsmótinu í holukep...

Nökkvi Gunnarsson

Nökkvi Gunnarsson

Nökkvi Gunnarsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Þessi högglangi og flinki kylfingur úr Nesklúbbnum, leikur á Eimskipsmótaröðinni í golfi og varð Klúbbmeistari NK í fyrsta sinn í sumar. Hann er giftur Ellen Rut Guðmundsdóttir og starfar sem golfkennari hjá Nesklúbbnum. Við fegnum Nökkva til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „14 ára, 1990. Fék...

Hansína Þorkelsdóttir

Hansína Þorkelsdóttir

Hansína Þorkelsdóttir, kylfingur úr GKG, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 31 árs gömul og alin upp í Mosfellsbænum en býr núna í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Arion banka. Hansína hefur bætt sig nokkuð í golfinu á undanförnum árum og hefur leikið á íslensku mótaröðinni undanfarin sumar. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um golfið. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers v...

Karl Haraldsson

Karl Haraldsson

Karl Haraldsson, kylfingur úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 26 ára Eyjapeyi, er golfkennari að mennt og er einnig að ljúka viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Karl hefur yfirumsjón með allri golfkennslu fyrir Golfklúbb Vestmannaeyja og lauk námi úr PGA-golfkennaraskólanum á síðasta ári. Við fengum að kynnast Kalla, eins og hann er jafnan kallaður, aðeins b...

Karen Guðnadóttir

Karen Guðnadóttir

Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún hefur verið afar sigursæl í stúlknaflokki á Arion-banka mótaröðinni og varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni ásamt því að verða klúbbmeistari GS. Hún er 18 ára gömul og er yngri systir Heiðu Guðnadóttur sem leikið hefur á mótaröðinni á undanförnum árum. Við fengum Karen til að svara nokkrum spurningum...

Birkir Már Birgisson

Birkir Már Birgisson

Birkir Már Birgisson, vallarstjóri á Grafarholtsvelli, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann hefur starað að golfvallaumhirðu í 11 ár og var m.a. fyrsti Íslendingurinn til að starfa á Ryder-bikarnum og vann á K-Club vellinum í Ryder-bikarnum þegar hann var þar leikinn árið 2006. Birkir Már lærði golfvallaumhirðu í Elmwood skólanum í Skotlandi og hefur starfað á alls sex völlum en hann smita...

Einar Tryggvason

Einar Tryggvason

Einar Tryggvason, vallarstjóri á Haukadalsvelli, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er giftur Ágústu Þórisdóttur og eiga þau og reka Haukadalsvöll ásamt Gistiheimilinu Geysi en völlurinn hefur notið nokkurra vinsælda. Þrátt fyrir að vera vallarstjóri á einum af erfiðustu völlum landsins, þá er Einar ekki mikill kylfingur en hann er með 36 í forgjöf. Kylfingur.is fékk að kynnast Einar aðein...

Valtýr Björn Valtýsson

Valtýr Björn Valtýsson

Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður og stjórnandi útvarpsþáttarins Mín Skoðun á X-977, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er tveggja barna faðir og er með 16,3 í forgjöf. Kylfingur.is fékk íþróttafréttamanninn geðþekka til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum og golfið. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Það má segja með sanni að ég hafi byrjað í golfi um síðustu aldam...

Geir Sigurður Jónsson

Geir Sigurður Jónsson

Geir Sigurður Jónsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Geir er viðskiptafræðingur með mastersgráður í tölvunarfræði. Hann stofnaði og sér um vefsíðuna Golfheimar.is sem vinnur úrvalslista og tölfræði út frá öllum skráðum hringjum. Geir er nokkuð flinkur í golfi enda er hann með 5,9 í forgjöf þó að forgjafarþróunin hafi verið í ranga átt að undanförnu. Kylfingur.is fékk Geir Sigurð til að svar...

Björgvin Smári Kristjánsson

Björgvin Smári Kristjánsson

Björgvin Smári Kristjánsson úr GKG er kylfingur vikunnar. Hann er 22ja ára gamall og kom nokkuð á óvart í Fitness Sport mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Leirdalsvelli fyrir skömmu. Hann lenti í 9. sæti í mótinu og var í toppbaráttunni eftir fyrri hringinn. Hann hefur lítið keppt undanfarin ár vegna meiðsla. Hann útskrifaðist um síðustu helgi sem viðskiptafræðingur úr Háskóla Reykjavíkur...

Jóhann Friðbjörnsson

Jóhann Friðbjörnsson

Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 51 árs húsasmíðameistari og hefur unnið við sjálfstæðan rekstur í byggingariðnaði frá því að hann lauk námi. Jóhann er einn af fjórum stofnendum og eigendum að fyrstu alvöru golfverslun landsins, Nevada Bob, en seldi fyrirtækið árið 2006. Jóhann er framtakssamur og hefur setið í stjórn þriggja golfklúbbar, í Bakkakot...

Helgi Dan Steinsson

Helgi Dan Steinsson

Helgi Dan Steinsson úr GL er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann lék best allra á opnunarmóti Garðavallar á dögunum og lék þar á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Hann starfar hjá Nesbyggð ehf. í Reykjanesbæ þar sem hann er búsettur en hann er í sambúð með Júlíu Jörgensen og eiga þau börn saman. Hann er að útskrifast í vor frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi með sveinspróf í húsasmí...

Hinrik Gunnar Hilmarsson

Hinrik Gunnar Hilmarsson

Hinrik Gunnar Hilmarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Margir kannast við Hinrik en hann starfar við eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá GR yfir sumartímann. Yfir vetratímann starfar hann sem vagnstjóri hjá Strætó og við hjá Kylfingi.is fengum hann til að segja okkur aðeins frá golfinu sínu. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Það var uppúr 1980 sem ég...

Hrafn Guðlaugsson

Hrafn Guðlaugsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er austfirski kylfingurinn Hrafn Guðlaugsson frá Egilsstöðum. Hann er 19 ára gamall og stundar nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. Síðasta sumar starfaði hann sem vallarstjóri á Ekkjufellsvelli en fótbrotnaði í knattspyrnu í júlí sem batt enda á þá vinnu og golfsumrinu. Hann ætlar að taka komandi sumar með miklu trompi og Kylfingur.is fékk hann til að svara nokkr...

Tryggvi Guðmundsson

Tryggvi Guðmundsson

Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Þessi Eyjapeyi leikur með ÍBV en hefur leikið með FH undanfarin ár og hefur verið sigursæll í Hafnarfirðinum. Tryggvi á að baki farsælan atvinnumannaferil í knattspyrnu og á að baki 42 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er giftur Hrafnhildi Gunnarsdóttur og eiga þau saman fjögur börn, Guðmund Andra 10 ára, Tinnu M...

Halla Sif Svavarsdóttir

Halla Sif Svavarsdóttir

Halla Sif Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún tók við starfinu aftur í desember árið 2006 en hún sinnti því einnig árin 1997 til 2000. Hún varð fimmtug núna í janúar og er að eigin sögn á besta aldri. Hún er gift Stefáni Jónssyni Byggingameistara og byggingariðnfræðingi en þau eiga saman eina dóttur. Við fengum Höllu til að svara nokkrum...

Sverrir Þór Sverrisson

Sverrir Þór Sverrisson

Sjónvarpsmaðurinn litríki, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi eins og hann er jafnan kallaður, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Sveppi hefur verið mjög áberandi á undanförnum árum og er orðinn einn af ástsælustu sjónvarpsmönnum þjóðarinnar en hann hefur einnig leikið í bíómyndum og leikritum. Kylfingur.is fékk hann til að svara nokkrum spurningum um sig og golfið. Hvenær byrjaðir þú í golfi o...

Stefán Garðarsson

Stefán Garðarsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Stefán Garðarsson, markaðs- og sölustjóri hjá Golfsambandi Íslands. Stefán hefur starfað hjá GSÍ frá árinu 2007 en var áður sölustjóri hjá Smjörlíki-Sól hf. og hjá Vífilfelli, umboðsaðila Coca Cola á Íslandi. Hann er kvæntur Laufhildi Hörpu Óskarsdóttur og eiga þau saman þrjár dætur 14, 15 og 21 árs. Stefán féll fyrir golfinu árið 2002 og má með sanni segja að...

Anna Björk Birgisdóttir

Anna Björk Birgisdóttir

Anna Björk Birgisdóttir er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 43ja ára gömul og hefur farið á kostum í púttmótaröð GR kvenna í vetur og er efst í mótaröðinni þegar tveimur mótum er ólokið. Anna er gift tónlistarmanninum og söngvaranum landsfræga, Stefáni Hilmarssyni, og eiga þau tvo drengi, 5 og 17 ára. Hún hefur starfað við fjölmiðla og kynningar mengið af starfsævinni. Við fengum að kynna...

Logi Bergmann Eiðsson

Logi Bergmann Eiðsson

Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Flestir ættu að kannast við Loga enda hefur hann verið reglulegur gestur á sjónvarpsskjá landsmanna um árabil. Hann er 43 ára, á sex börn og þrjá ketti. Hann er sem stendur að klára nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Loga til að svara nokkrum spurningum.   Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „...

Þuríður Gísladóttir

Þuríður Gísladóttir

Þuríður Gísladóttir er kylfingur vikunnar að þessu sinni en hún starfar sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Hveragerðis og hefur gert frá því í maí á síðasta ári. Hún er fertug að aldri, á fjögur börn og er gift Vigni Demusyni. Árið 2006 útskrifaðist hún sem viðskiptafræðingur frá Bifröst. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um golfið.  Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Það var...

Jón Björn Ólafsson

Jón Björn Ólafsson

Jón Björn Ólafsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni, en hann hefur stundað íþróttina með hléum í nokkur ár. Jón Björn er fæddur og uppalinn Njarðvíkingur, með BA próf í íslensku frá HÍ, með fjölmiðlafræði sem aukafag, og starfar nú hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Auk þess er hann eigandi og ritstjóri körfuboltavefsins www.karfan.is og starfaði áður sem forstöðumaður íþróttadeildar hjá Víkurfrét...

Ríkharð Óskar Guðnason

Ríkharð Óskar Guðnason

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er enginn annar en Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G á útvarpsstöðinni FM957. Hann er fæddur árið 1985 og er uppalinn Reykvíkingur. Hann hefur starfað sem útvarpsmaður á FM957 frá árinu 2004 og stýrir þættinum „Betri blandan“ sem og að kynna Íslenska listann á stöðinni. Hann er trúlofaðist árið 2008 en segir sjálfur að hann hafi einnig trúlofast go...

Hrafnkell Kristjánsson

Hrafnkell Kristjánsson

Hrafnkell Kristjánsson, íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu, er kylfingur vikunnar að þessu sinni og tekur hann við keflinu af Henrý Birgi Gunnarssyni eins og sést hér á myndinni til hægri. Hann er 34 ára Hafnfirðingur og er með BA próf í sálfræði frá University of South Alabama. Hann er liðtækur kylfingur og er með um 8.9 í forgjöf.  Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Ég greip fyrst í...

Hreimur Örn Heimisson

Hreimur Örn Heimisson

Hreimur Örn Heimisson, betur þekktur sem Hreimur úr Landi og sonum, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Þessi geðþekki söngvari hefur stundað golf í átta ár en hann starfar sem verslunarstjóri hjá PRODOMO og er kvæntur, tveggja barna faðir. Flestir hafa heyrt af árangri hans í tónlistinni og því ærið tilefni í að spyrja Hreim út í golfið og forgjöfina sem nú er komin niður í 13. Hvenær byrjaði...

Henry Birgir Gunnarsson

Henry Birgir Gunnarsson

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttablaðamaður, er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er Deildarstjóri íþrótta á Fréttablaðinu og Vísi. Eitraður penni og jafnan með puttann á púlsinum. Hann er 32ja ára gamall Húsvíkingur og er trúlofaður Hildi Sigurðardóttir. Henry Birgir á tvö börn, Ísak Daða, 6 ára, og Ísabellu, 4. ára. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Hef verið að dúlla mér í golfi...

Sigurberg Guðbrandsson

Sigurberg Guðbrandsson

er efnilegur kylfingur úr GK. Hann hefur tvívegis farið holu í höggi á 13 mánuðum og geri aðrir betur. Hann á ekki langt að sækja golfbakteríuna því hann er sonur Guðbrandar Sigurbergssonar, sem er bróðir Björgvins Sigurbergssonar landsliðskylfings, og Þórdísar Geirsdóttur, fyrrum íslandsmeistara og landsliðskylfings. „Ég er kominn úr stórri golffjölskyldu sem inniheldur marga efnilega kylfinga a...

Helgi Birkir Þórisson

Helgi Birkir Þórisson

er fæddur í Reykjavík 1975 en uppalinn í bítlabænum Keflavík. Hann byrjaði í golfi 11 ára gamall - tók þátt í sínu fyrsta móti erlendis 15 ára og þá með 4 í forgjöf. Helgi var í 16-18 ára unglingalandsliðum og síðan í A-karlalandsliðum til 28 ára aldurs. Helstu afrek hans hérlendis eru Íslandsmeistari holukeppni 1999, sveitakeppni 1996 . Klúbbmeistari GS og þá hefur hann unnið nokkur mót á Toyotam...

Sigurpáll Geir Sveinsson

Sigurpáll Geir Sveinsson

varð Íslandsmeistari síðast þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru árið 1998. Þá sigraði hann þegar mótið var haldið á Akureyri 1994 og lék sama leikinn árið 2002 á Hellu. Að loknum þremur mótum á Toyotamótaröðinni í ár er hann efstur að stigum. Hann er Akureyringur og keppti ávallt fyrir GA, en í vor fluttist hann suður og keppir nú undir merkjum GKJ í Mosfellsbæ.  Sigurpáll byrjaði að æfa gol...

Tryggvi Traustason

Tryggvi Traustason

úr GSE sigraði í 1. flokki karla á Íslandsmóti 35 ára og eldri sem fram fór á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði um síðustu helgi. Hann varð einnig meistari fyrir þremur árum. Tryggvi þekkir vel til á Hvaleyrinni þar sem hann var í GK í 30 ár, eða frá því hann var 11 ára gamall. Hann skipti um klúbb fyrir tveimur árum og færði sig yfir á Setbergið. Hann var klúbbmeistari GK árið 2000 og 2001. Tryggvi se...

Ottó Sigurðsson

Ottó Sigurðsson

varð Íslandsmeistari í holukeppni 2005 á Hvaleyrinni og var þetta fyrsti stóri titill hans á ferlinum. „Ég kynntist fyrst golf á hinum ágæta velli í Öndverðanesi þar sem ég fór oft með vini mínum í bústað. Flutti síðan til Vestmannaeyja um 12 ára aldur og gekk í golfklúbbinn þar og þá var ekki aftur snúið. Þorsteinn Hallgrímsson var þar með unglingana og ýtti hann ennþá meira undir áhuga minn. Kom...

Nína Björk Geirsdóttir

Nína Björk Geirsdóttir

hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í golfinu í sumar. Hún er 21 árs og byrjaði að æfa golf hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ 10 ára gömul og hefur verið þar síðan. Nína Björk var lengi vel með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Leirunni, en gaf aðeins eftir á lokasprettinum. Hún var í öðru sæti á stigamóti GSÍ, Ostamótinu á Toyotamótaröðinni, sem fram fór á Akranesi í síðasta mán...

Arna Rún Oddsdóttir

Arna Rún Oddsdóttir

hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu í flokki 16-18 ára stúlkna á mótum sumarsins. Hún byrjaði að stunda golf á Húsavík þegar hún var 11 ára gömul. „Bræður mínir voru í golfi og það leiddi til þess að ég fór upp á völl og prófaði. Ég æfði ein á Húsavík öll mín ár í golfi. Á sumrin kom yfirleitt þjálfari frá Akureyri einu sinni í viku, kenndi í klukkutíma. Þetta voru um það bil 6-8 skipti,“ s...

Hanna Lilja Sigurðardóttir

Hanna Lilja Sigurðardóttir

hefur staðið sig vel í golfinu í sumar og þegar hampað þremur Íslandsmeistaratitlum. Hún er Íslandsmeistari unglinga í höggleik og holukeppni í flokki 16-18 ára stúlkna og um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 1. deild kvenna með GR. Hún byrjaði að æfa golf þegar hún var 14 ára. „ Ég varð bara að prufa golfið eftir mikla kaddý-reynslu hjá Nínu, pabba og Pétri. Fékk delluna strax og hef verið...

Hlynur Geir Hjartarson

Hlynur Geir Hjartarson

vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í lokamótinu á Toyotamótaröðinni og sigraði eftir jafna og spennandi keppni við Heiðar Davíð Bragason. Þetta er í fyrsta sinn sem hann komst á verðlaunapall á Toyotamótaröðinni og má segja að hann hafi komið Selfossi á kortið í golfinu með árangri sínum. Þá var hann útnefndur Zo-on kylfingur ársins á Lokahófi GSÍ. „Mín fyrstu kynni af golfi var þegar ég fór í...

Tinna Jóhannsdóttir

Tinna Jóhannsdóttir

sigraði á lokamótinu á Toyotamótaröðinni sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli og lék sína bestu hringi ársins þar. Tinna er talin ein högglengsta golfkona landsins og átti m.a. lengsta teighöggið á Íslandsmótinu á Leirunni í sumar. Hún byrjaði að æfa golf þegar hún var 12 ára. “Ég byrjaði á því að fara á golfnámskeið og fór svo beint að æfa í framhaldinu. Golfið er fjölskyldusport þannig það þurfti e...

Kristján Þór Einarsson

Kristján Þór Einarsson

var valinn í íslenska landsliðið sem tók þátt í Evrópumóti áhugamanna í Brussel á dögunum. Hann er Íslandsmeistari unglinga í holukeppni og þá varð hann einnig Íslandsmeistari í sveitakeppni, bæði með karlaliði GKj og unglingaliði GKj. Hann hefur einnig æft knattspyrnu með HK og á þrjá Íslandsmeistaratitla með félaginu í yngri flokkum.  „Fyrsta skiptið sem að ég fór í golf þá dró félagi minn, hann...

Sveinn Ísleifsson

Sveinn Ísleifsson

vakti athygli fyrir vasklega frammgöngu í unglingaeinvíginu "shoot out" í Mosfellsbæ á dögunum. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði þrátt fyrir að vera með mun hærri forgjöf en flestir keppinauta hans. Sveinn hefur stundað golf í aðeins fögur sumur og segist stefna að því að lækka forgjöfina í framtíðinni. Hann er í 10. bekk í Lágafellsskóla. “Ég gekk í Golfklúbbinn Kjöl árið 2001 en byrjaði ekk...

Pétur Freyr Pétursson

Pétur Freyr Pétursson

er einn efnilegasti kylfingur landsins. Hann hefur sýnt og sannað með árangri sínum að hann er meðal fremstu kylfinga í sínum aldursflokki í Evrópu. Hann stóð sig vel á Norðurlandamótinu í Noregi og lék lokahringinn á hinum erfiða Hauger-velli á einu höggi yfir pari.  Pétur Freyr byrjaði í golfi sumarið 1999, eftir að fjölskylda hans flutti í Staðarhverfi í Grafarvogi þar sem húsið er alveg við sj...

Sigmundur Einar Másson

Sigmundur Einar Másson

kylfingurinn efnilegi úr GKG stundar nám í fjármálahagfræði við McNeese State University í Bandaríkjunum, er á öður ári. Hann stundar einnig golfið af miklum krafti með skólanum.  Hann var spurður að því hvenær hann hafi byrjað í golfi og hvers vegna? „Ég byrjaði í golfi í júlí 1996. Hafði prófað að slá nokkur högg með vini mínum nokkrum sumrum áður. Pabbi vinar míns var meistaraflokkskylfingur á...

Signý Arnórsdóttir

Signý Arnórsdóttir

úr GK er einn efnilegasti kylfingur landsins. Hún varð Íslandsmeistari í holukeppni og stigameistari í flokki 14-15 ára. Þá var hún  Íslandsmeistari í sveitakeppni með GK annað árið í röð. Í haust komst hún síðan inn í landsliðshópinn. Hún byrjaði í golfi fyrir tveimur árum. „Ég byrjaði að fara með Rúnari bróður mínum út á golfvöll,  svona meira að gamni mínu. Fyrstu skrefin var að  leika mér á pú...

Þórður Rafn Gissurarson

Þórður Rafn Gissurarson

er stigameistari GSÍ í flokki 16-18 ára og hann varð einnig Íslansmeistari í höggleik í þessum  flokki bæði í ár og í fyrra. Þessi efnilegi kylfingur úr GR er afskaplega prúður og yfirvegaður. Hann ætlar sér stóra hluti í golfinu og langtíma markmið hans er að keppa á evrópsku mótaröðinni. “Það yrði algjör draumur að komast þangað.” “Ég byrjaði sex ára að fara með föður mínum í golf, en hóf síðan...

Axel Bóasson

Axel Bóasson

hefur látið til sín taka í golfinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana því hann kemur úr mikilli golffjölskyldu í Hafnarfirði, Sigurbergsfjölskyldunni. Hann var Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14-15 ára 2005 og  hefur verið klúbbmeistari GK í sínum aldursflokki sl. fjögur ár. Hann er sonur Kristínar Sigurbergsdóttur og Bóas Jónssonar. Systir hans, Jódís, er einnig m...

Heiða Guðnadóttir

Heiða Guðnadóttir

er efnilegur kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja.  Hún er 16 ára gömul, fædd sama dag og bandaríska undrabarnið í golfinu, Michelle Wie. Heiða hefur einnig æft sund og fótbolta í Keflavík og stundar nú nám í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, og er samhliða í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem hún er með golf sem sérgrein. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Ég byrjaði í golfi þegar ég v...

Eygló Myrra Óskarsdóttir

Eygló Myrra Óskarsdóttir

er mikil íþróttakona úr Garðabæ og hefur æft sund, fimleika og golf og er auk þess í ballet. Árangurinn í golfinu er athyglisverður þar sem hún hefur m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni unglinga og stigameistari unglinga. Þá lék hún Vífilsstaðavöll sl. sumar á 73 höggum, eða 3 höggum yfir pari og lækkaði sig um 2,5 í forgjöf á þessum eina hring og er nú með 7,2 í forgjöf. Hún er í afrekshópi G...

Stefán Már Stefánsson

Stefán Már Stefánsson

kylfingur úr GR var kjörinn efnilegasti pilturinn á Toyotamótaröðinni á síðasta keppnistímabili. Hann verður tvítugur 15. mars á þessu ári. Hann byrjaði í golfi fimm ára og hefur stundað íþróttina af kappi frá 11 ára aldri og er margfaldur unglingameistari. Hann er í afrekshópi GSÍ og fer með landsliðinu í æfingaferð til Flórída 10. janúar. Foreldrar hans eru Stefán Gunnarsson og Elsa Traustadótt...

Ásta Birna Magnúsdóttir

Ásta Birna Magnúsdóttir

hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu á KB-bankamótaröðinni og vann m.a. fyrsta mót ársins í Leirunni. Hún kemur frá Djúpavogi og hefur stundað golf síðan hún var 8 ára gömul. Hún hóf nám í Menntaskólanum í Kópavogi haustið 2004, er á náttúrufræðibraut og  gekk í Keili haustið 2003 og hefur keppt fyrir klúbbinn síðan. Ásta Birna hefur stundað nokkuð margar íþróttagreinar; eins og fimmleika, f...

Elísabet Oddsdóttir

Elísabet Oddsdóttir

varð Íslandsmeistari í höggleik unglinga 14-15 ára í Vestmannaeyjum sl. sumar. Hún var yngsti keppandinn á Íslandsmótinu í Leirunni sl. sumar, aðeins 14 ára. Hún hefur búið með foreldrum sínum í  Danmörku í sjö ár og æfir þar með golfklúbbnum Vallenbæk. Þar er hún í afrekshópi kvenna og er núverandi klúbbmeistari, en er jafnframt meðlimur í GR.  Hún var í fyrsta sinn valin í íslenska landsliðið se...

Magnús Lárusson

Magnús Lárusson

er einn högglengsti kylfingur landsins og gengur oft undir nafninu “Maggi sleggja” meðal félaga í golfinu. Hann er Mosfellingur í húð og hár og eru foreldrar hans Lárus Halldórsson og Anna Þóra  Stefánsdóttir. Þá á hann einn bróður sem heitir Halldór. Helstu afrek Magnúsar í golfinu eru: Íslandsmeistari unglinga 2002 og 2003. Íslandsmeistari í sveitakeppni karla 2005. Íslandsmeistari í sveitakeppn...

Björn Guðmundsson

Björn Guðmundsson

er efnilegur kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar. Hann vakti mikla athygli á fyrsta stigamótinu á Hellu í fyrrasumar, lék þá annan  hringinn á 66 höggum, sem var næst besta skorið í mótinu. Þá varð hann Norðurlandsmeistari í karalfokk á Jaðarsvelli i sl. sumar. Björn varð 16 ára 11. janúar sl. og er með 3,0 í forgjöf. „Ég spilaði fótbolta þegar að ég var yngri, en  golfið hefur alltaf verið mikið á...

Axel Ásgeirsson

Axel Ásgeirsson

er einn af  efnilegustu kylfingunum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann er í 10. bekk í  Korpuskóla, sem er við Korpúlfsstaðavöllinn og á því stutt að sækja í golfið. Hann byrjaði að æfa golf þegar hann var 8 ára gamall og fór fyrst með foreldum sínum. Axel hefur æft bæði fótbolta og handbolta, en golfið á nú hug hans allan. Hann hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari unglinga í flokki 14-15 ára. Hann...

Rúnar Óli Einarsson

Rúnar Óli Einarsson

er 22 ára smiður og er í afrekshópi GSÍ. Hann byrjaði að æfa golf þegar hann var 14 ára og er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Rúnar Óli segir að frænka sín og frændi hafi platað sig í golfið á sínum tíma. “Ég fékk strax golfdelluna og hætti þá fljótlega í fótbolta sem ég hafði stundað í 10 ár. Var reyndar líka í körfubolta,” sagði hann. Rúnar Óli er útskrifaður af húsasmíðabraut og vinnur hjá Byggingaf...

Helga Rut Svanbergsdóttir

Helga Rut Svanbergsdóttir

varð Íslandsmeistari í holukeppni 2003 og markaði það spor fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ þar sem hún var fyrsta konan til að ná í þennan titil fyrir klúbbinn. “Ég byrjaði í golfi þegar ég var 10 ára gömul, þá sendi pabbi mig á golfnámskeið hjá GKj. Þar kynntist ég mínum elskulegu “golf” vinkonum, Nínu, Katrínu, Evu og Snæju. Það var því erfitt að slíta sig frá golfvellinum, enda ekki leiði...

Pétur Óskar Sigurðsson

Pétur Óskar Sigurðsson

er kylfingur úr GR  og hefur allt frá fæðingu verið með golfið í blóðinu enda faðir hans,  Sigurðar Péturssonar, marfaldur Íslandsmeistari í golfi. Pétur Óskar er fjórfaldur Íslandsmeistari í Sveitakeppni unglinga með GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í Sveitakeppni karla með GR. Sigraði Meistaramót Odds árið 2000 og hef tvívegis tekið silfur á Toyota mótaröðinni, nú síðast í fyrra á Íslandsmótinu í h...

Brynjar Eldon Geirsson

Brynjar Eldon Geirsson

er yfirkennari hjá GKG og yfirmaður golfdeildar  hjá Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Hann útskrifaðist sem  golfkennari frá PGA þýskalandi 2003. Við kynnum hann sem kylfing vikunnar að þessu sinni.  “Ég byrjaði í golfi 8 ára gamall með nokkrum félögum mínum hjá golfklúbbnum Keili. Ólst þar upp með strákum eins og Ólafi Má Sigurðssyn og öðrum góðum. Ég hóf síðan að vinna hjá Arnari Má Ólafssyni s...

Sigurður Rúnar Ólafsson

Sigurður Rúnar Ólafsson

er kylfingur úr GKG og er í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Unnusta hans er Guðfinna Halldórsdóttir, sem er afrekskylfingur í GKG. Sigurður Rúnar sigraði í púttmóti, sem Kylfingur.is og Sporthúsið stóðu að  í síðasta mánuði.  “Ég steig mín fyrstu skref í golfinu á Víkurvelli í Stykkishólmi þegar ég var  11 ára. Næstu tvö árin var ég að leika mér í þessu á sumrin með fótboltanum. En það var fyrs...

Guðjón Henning Hilmarsson

Guðjón Henning Hilmarsson

er nýlega genginn til liðs við Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ, en hann var áður í GKG. Hann er þrefaldur unglingameistari og hefur verið fastamaður í unglingalandsliðinu undanfarin ár. Guðjón er á öðru ári í Verzlunarskóla Íslands.   Hefur þú verið í öðrum íþróttum, en golfi? “Ég æfði handbolta í stuttan tíma og borðtennis í tvö ár. Síðan spila ég fótbolta nokkrum sinnum í viku.” Helstu markmið í...

Grímur Þórisson

Grímur Þórisson

er kylfingur úr GR og vann sér það til ágætis að sigra í golfmóti Nevada Bob og Úrvals-Útsýnar á Matalascanas á Spáni fyrir skömmu. Hann er fæddur á Ólafsfirði 09.09.1965 og á ættir að rekja vestur á Snæfellsnes (Hellisands). “Ég byrjaði í golfi árið1977 líklega af því að við fundum einhverjar golfkúlur á víðavangi. Pabbi félaga míns bjó til kylfur fyrir okkur úr vatnsröri með ásoðnu plötujárni....

Valdís Þóra Jónsdóttir

Valdís Þóra Jónsdóttir

er 17 ára Skagastelpa og hefur verið í stúlknalandsliðshópi Golfsambandsins og er þetta annað árið hennar í þeim hópi. “Ég fæddist nú inní rosalega golffjölskyldu þannig að ég býst við að það hafi alltaf legið fyrir að ég færi í golfíþróttina. Öll mín fjölskylda er í golfi ásamt ömmu og afa og fleiri ættingjum. Ég tók þátt í fyrsta golfmótinu mínu þegar ég var 8 ára en byrjaði ekki að spila að alv...

Þórdís Geirsdóttir

Þórdís Geirsdóttir

er kylfingur úr GK í Hafnarfirði og var m.a. í þriðja sæti á Ostamótinu á Akranesi um síðustu helgi. Hún hefur sýnt og sannað að lengi er hægt að bæta sig í íþróttinni. Þórdís hefur verið betri með hverju árinu sem líður, eins og rauðvínið. Hún er  gift Guðbrandi Sigurbergssyni og eiga þau þrjá syni;  Sigurberg 18 ára , Geir 15 ára og Þráinn 12 ára. Öll spila þau golf. „Maðurinn minn kemur út mik...

Anna Lísa Jóhannsdóttir

Anna Lísa Jóhannsdóttir

er í afrekshópi Golfklúbbs Reykjavíkur og þá hefur hún átt fast sæti í íslenska landsliðinu. Hún stundar nám í sálfræði við Richmond the International University i London, en verður að vinna í sumar með krökkum á Móaflöt i Garðabæ. „Ég byrjaði að fikta við að slá golfkúlu eða pútta þegar ég var 10 ára, en byrjaði ekkert að spila fyrr en 12 ára. Ástæðan fyrir að ég byrjaði var að mér leiddist uppi...

Ólafur Már Sigurðsson

Ólafur Már Sigurðsson

er kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann sigraði í Carlsbergmótinu í Vestmanneyjum og var það jafnframt fyrsti sigur hans á íslensku mótaröðinni. Ólafur Már byrjaði  í golfi 13 ára gamall, á Hvaleyrinni í Hafnarfirði. Það var afi hans, Ólafur Gíslason, sem dró hann fyrst upp á völl og kenndi honum undirstöðuatriðin í íþróttinni. „Ég ólst  nánast upp á Hvaleyrinni með Brynjari Geirssyni, sem e...

Haraldur Hilmar Heimisson

Haraldur Hilmar Heimisson

úr GR setti glæsilegt vallarmet á Korpunni á sunnudaginn er hann lék hringinn á 66 höggum, eða 6 höggum undir pari. Hann lék seinni níu holurnar á 5 höggum undir pari. Haraldur hefur verið í GR síðan 1990 og er nú fjármálastjóri klúbbsins. Hann er  er 25 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Stúdent frá Verslunarskóla Íslands og er með B.Sc. gráðu í hagfræði og MBA gráðu frá Louisiana Tech Universi...

Ragnhildur Sigurðardóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir

úr GR er einhver mesta afrekskonan í íslensku golfi. Hún vann nánast allt sem hægt var að vinna á síðasta ári, varð Íslandsmeistari í höggleik, holukeppni, sveitakeppni með GR og stigameistari GSÍ. Um síðustu helgi sigraði hún í Icelandairmótinu í Leirunni, sem var þriðja mótið á KB bankamótaröðinni á þessu ári. Þetta var jafnframt  fyrsti sigur hennar í sumar. Ragnhildur er fædd í London 21. jún...

Arnór Ingi Finnbjörnsson

Arnór Ingi Finnbjörnsson

er efnilegur kylfingur úr GR. Hann hafnaði í öðru sæti í tveimur fyrstu stigamótunum á KB-banka mótaröðinni í ár. Hann byrjaði að æfa hjá GR vorið 2001, en sumarið áður lék hann mikið á Litla-vellinum á Korpunni.   „Golfið átti bara að vera svona „hobbý“ með fótboltanum á sumrin og það var það fyrstu tvö árin. Veturinn 2003-2004 æfði ég vel og þá má segja að ég hafi byrjað í þessu að fullri alvöru...

Ragna Björk Ólafsdóttir

Ragna Björk Ólafsdóttir

er ein efnilegasta golfkona landsins. Hún afrekaði það að dögunum að verða tvöfaldur Íslandsmeistari í sveitakeppni með Golfklúbbnum Keili. Var í sigursveit stúlkna 18 ára og yngri í Vestmannaeyjum og síðan í kvennasveit GK sem vann í 1. deild kvenna á Hvaleyrarvelli. Þá var hún Íslandsmeistari í holukeppni 16-18 ára. Ragna Björk er 17 ára gömul og er að hefja  annað ár sitt á náttúrufræðibraut í...

Birgir Már Vigfússon

Birgir Már Vigfússon

kylfingur úr GR hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Urriðavelli síðustu helgina í júlí og vakti frammistaða hans athygli. Hann sigraði þá reynsluboltana Auðunn Einarsson og Úlfar Jónsson í bráðabana um silfrið. Hann kemur frá Hornafirði og hefur lært hárgreiðslu. Þá stefnir hann að því að komast inn í Lögregluskóla Ríkisins í lok ágúst. En hver eru helstu afrekin í golf...

Alex Freyr Gunnarsson

Alex Freyr Gunnarsson

er ungur kylfingur úr GKG sem hefur verið að gera það gott í golfinu í sumar, er í öðru sæti á KB-banka mótaröð unglinga og nýbakaður klúbbmeistari GKG í flokki 13 ára og yngri sem hann vann með miklum yfirburðum. Hvar fæddist hann? Alex Freyr fæddist þann 4. janúar í Þýskalandi árið 1993. Öll fjölskyldan spilar golf en hann á tvo bræður. Hann var ekki nema 6 ára þegar hann byrjaði í golfinu, fyrs...

Andri Már Óskarsson

Andri Már Óskarsson

kylfingur úr Golfklúbbi Hellu hefur vakið athygli fyrir góðan árangur á golfmótum sumarsins. Hann er aðeins 15 ára og varð stigameistari GSÍ í flokki 14-15 ára og eins vann hann sinn flokk á Faldo mótinu á Korpunni og fer í lokamótið á Faldo mótinu á Celtic Manor vellinum í Wales í október. Foreldrar hans eru:  Óskar Pálsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir og á hann tvö eldri systkini;  Aðalbjö...

Guðni Fannar Carrico

Guðni Fannar Carrico

hefur  vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á golfvellinum í sumar. Hann hefur unnið tvö stigamót á KB banka unglingamótaröðinni og síðan gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Guðni Fanna er aðeins 13 ára gamall  og er í 8. bekk í Seljaskóla í Breiðholti. Hann á 10 ára gamla systur sem heitir Rakel Sara  foreldrar hans heita  Hafdís og  Manuel, sem einnig er kom...

Bjarki Pétursson

Bjarki Pétursson

er ungur og efnilegur kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness. Hann var yngsti kylfingurinn sem fór holu í höggi í sumar, aðeins 11 ára gamall. Hann er fæddur 2. desember 1994 og er í 7. bekk í Grunnskóla Borgarness. Foreldrar hans eru  Pétur Sverrisson og Fjóla Pétursdóttir. Þau vinna bæði hjá Límtré Vírnet í Borgarnesi. Hann á tvær systur, Dagný 24 ára,  sem er hárgreiðslukona í Borgarnesi   og Elvu...

Ingunn Gunnarsdóttir

Ingunn Gunnarsdóttir

er efnilegur kylfingur úr GKG og setti m.a. nýtt vallarmet af bláum teigum á Vífilsstaðavelli í sumar – lék á 72 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Hún varð Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna 13 ára og yngri og stigameistari sama ár, en það var fyrir nokkrum árum. Þá hefur hún  nokkrum sinnum verið klúbbmeistari GKG í stúlknaflokki. Hún hefur líka verið í kvennasveit GKG í nokkur ár. Ingunn varð í...

Hjörtur Brynjarsson

Hjörtur Brynjarsson

vakti athygli fyrir góðan árangur á golfmótum í sumar. Hann er liðsmaður GSE og var í sveit klúbbsins sem náði óvænt þriðja sæti í Sveitakeppni GSÍ á Hólmsvelli í sumar. Hjörtur, sem er 21 árs, er sonur Brynjars Harðarsonar fasteignasala og fyrrverandi handboltakempu og Ragnhildar Ragnarsdóttur. Hann fæddist í Svíþjóð, en hefur búið Hafnarfirði frá barnæsku. „Pabbi er í dag nokkuð liðtækur golf...

Sigurþór Jónsson

Sigurþór Jónsson

er afrekskylfingur úr golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann hefur unnið í versluninni Herra Hafnarfjörður undanfarin sex ár, en hættir þar um áramótin  og fer að vinna í golfversluninni Nevada Bob. Hann er einhleypur.  „Ég byrjaði að fikta við golfið þegar ég var 11 ára og margsuðaði í frænda mínum (Guðmundi Friðrik) að taka mig nú með og leyfa mér að prófa, hann tók mig síðan með og þá var ekki...

Örn Ævar Hjartarson

Örn Ævar Hjartarson

varð Íslandsmeistari í holukeppni á Grafarholtinu í fyrsta sinn í sumar. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik 2001 og kylfingur ársins sama ár.  Eftirminnilegasti árangur hans er líklega vallarmetið á St Andrews, (New Course), 1998 er  hann tók þátt í St. Andrews Links Throphy.  Hann lék völlinn á 60 höggum, eða 11 höggum undir pari, og bætti eldra metið sem Frank Jowle átti um tvö högg. Besti ára...

Snorri Páll Ólafsson

Snorri Páll Ólafsson

er ungur og efnilegur kylfingur úr GR. Hann er 17 ára og byrjaði í golfi þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall.  „Mamma var þá framkvæmdastjóri hjá GR og tók mig alltaf með sér í vinnuna og ég lék mér á gamla æfingasvæðinu, svo var pabbi líka oft að spila og ég fékk stundum að fljóta með. Gekk svo í GR þegar ég var sex ára gamall,“ sagði Snorri Páll. Pabbi hans, Ólafur Skúlason, er eini íslens...

Davíð Már Vilhjálmsson

Davíð Már Vilhjálmsson

er kylfingur úr GKj og var m.a. í sveit Kjalar sem hafnaði í 7. sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Þar lék hann best þremenninganna í sveitinni, sem var með forystu eftir fyrsta keppnisdag. Hann var Íslandsmeistari með sveit GKj 2005 og 2006. Davíð er  mikill tónlistar aðdáandi og spila á trommur í hljómsveitinni Red Motor Dog. Foreldrar hans eru  Vilhjálmur Hafsteinsson og Þórdís Guðmundsdóttir....

Ómar Halldórsson

Ómar Halldórsson

er kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar. Hann hefur afrekað það sem enginn annar Íslendingur hefur náð, orðið Evrópumeistari 17- 18 ára árið 1997. Hann varð einnig þar með fyrstu Íslendinga til að vinna alþjóðlegan titil í golfi. Hann var kjörinn íþróttamaður Akureyrar 1997. Ómar er fæddur á Akureyri 1979 og uppalin á Jaðarsvelli meira og minna. Bjó þar til tvítugs, en hélt til Bandaríkjanna í nám v...

Sigurbjörn Þorgeirsson

Sigurbjörn Þorgeirsson

er kylfingur frá Ólafsfirði sem varð m.a. Íslandsmeistari 35 ára og eldir á Akureyri síðasta sumar.  Hann er með 2.2 í forgjöf og  byrjaði að æfa golf  þegar hann var smá strákur á Akureyri. „Ég er 35 ára, fæddur og uppalinn á Akureyri og bjó þar til 25 ára aldurs.  Þá flutti ég til Reykjavíkur/Kópavogs og bjó þar í nokkur ár.  Árið 2002 flutti ég til Ólafsfjarðar þar sem ég bý og starfa.  Sambýl...

Ríkharður Hrafnkelsson

Ríkharður Hrafnkelsson

hefur verið formaður í golfklúbbi lengur en nokkur annar  Íslendingur. Hann er fyrsti formaður Mosta í Stykkishólmi 1984 og hefur verið það allar götur síðan, eða samfellt í 23 ár. Hann er gamall landsliðsmaður í körfubolta, en er nú með ódrepandi golfdellu og með 5,8 í forgjöf. Okkur lék forvitni á að vita hver þessi maður er: „Ég er fæddur í Stykkishólmi 30. apríl 1957 og ólst þar upp. Eftir að...

Úlfar Jónsson

Úlfar Jónsson

er einn besti kylfingur sem Ísland hefur alið. Hann var meðal annars kjörinn kylfingur síðustu aldar af Golfsambandi Íslands. Hann hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari, eða jafn oft og Björgvin Þorsteinsson og er það met. Þá var hann Norðurlandameistari árið 1992 bæði í einstaklings og liðakeppni.  Hann er yngsti meistari GK frá upphafi, aðeins 15 ára gamall. Hann vann fyrsta Íslandsmeistaratiti...

Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson

Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson

er kylfingur úr Golfklúbbi Sauðárkróks og er talinn einn högglengsti kylfingur landsins. Hann sigraði m.a. í drævkeppni sem Kylfingur.is og Sporthúsið stóðu að í Sporthúsinu í  mars í fyrra. Hann hefur verið golfleiðbeinandi hjá GSS undanfarin ár og náð þar athyglisverðum árangri. Gunnlaugur Hafsteinn er íþróttafræðingur að mennt og er í sambúð með Hrafnhildi Ólöfu, nema í hjúkrunarfræðum og sama...

María Guðnadóttir

María Guðnadóttir

er mikil íþróttakona frá Stykkishólmi. Hún er marfaldur Íslandsmeistari í hástökki og spjótkasti og keppti þá fyrir Snæfell og HSH. Einnig var hún í nokkur ár í landsliði Íslands í þessum greinum og spilaði körfubolta með Þór Akureyri og KR og vann nokkra Íslandsmeistara-og bikartitla. Hún snéri sér að golfíþróttinni þegar hún var um þrítugt og er nú félagi í GKG. María er fædd 25. mars 1958 og u...

Ólafur Þór Ágústsson

Ólafur Þór Ágústsson

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann hefur verið vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði frá því 1993. Hann var fyrstur Íslendinga til að mennta sig í umhirðu golfvalla, var í Elmwood College í Skotlandi 1992 til 1993. Hann er með 2,4 í forgjöf og var Íslandsmeistari með GK í sveitakeppni GSÍ 2000. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Byrjaði 8 ára að fara með pabba uppá go...

Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson

48 148 Guðmundur Ágúst Kristjánsson er  14 ára gamall kylfingur úr GR og þátt fyrir ungan aldur hefur hann vakið mikla athygli fyrir frábæran árangur í golfi. Hann er með aðeins 3 í forgjöf og er margfaldur Íslandsmeistari í flokki unglinga. Hann hefur einnig verið að keppa í fullorðinsflokki, m.a. á Kaupþingsmótaröðinni. Guðmundur Ágúst býr í Seljahverfinu og er í Ölduselsskóla....

Alfreð Brynjar Kristinsson

Alfreð Brynjar Kristinsson

gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta stigamóti GSÍ 2007, Kaupþings mótaröðinni, sem fram fór á Akranesi helgina 19. - 20. maí. Þetta var jafnframt fyrsti sigur  hans á stigamót, en hann hafði aldrei áður komist á verðlaunapall á mótaröðinni. Hann byrjaði í golfi 12 ára gamall og hefur verið við nám í Bandaríkjunum tvö síðustu árin og hefur einnig haft þar góða aðstöðu til að æfa golfið. Fore...

Ólafur Hreinn Jóhannesson

Ólafur Hreinn Jóhannesson

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Óli Jó eins og hann er oft kallaður er nýkrýndur Norðurlandameistari í golfi og starfar hann sem kennari Golfklúbbs Suðurnesja.Ólafur er giftur Bryndísi Evu Jónsdóttur innanhússarkitekt og búa þau í Hafnarfirðinum ásamt heimilishundinum Vini.   Ólafur kláraði grunnskólann og hélt síðan í skóla lífsins, það er að segja út á vinnumarkaðinn og hefur starfað við ý...

Rúnar Arnórsson

Rúnar Arnórsson

kylfingur úr GK hefur vakið mikla athygli fyrir góðan árangur í fyrstu mótum sumarsins á Kaupþingsmótaröð unglinga. Hann hefur orðið klúbbmeistari síðustu þrjú árin í sínum aldursflokki og  hefur unnið fjögur stigamót. Nýlega vann hann 4. stigamótið og lék tvo hringi á Hvaleyrarvelli á 4 höggum undir pari (70 og 68 höggum). Rúnar er nýlega orðinn 15 ára. Hann býr með fjölskyldu sinni í norðurbænu...

Jóhann Kristján Hjaltason

Jóhann Kristján Hjaltason

er kylfingur vikunnar að þessu sinni, en hann er GR-ingur og starfar nú sem  golfleiðbeinandi hjá Pro Golf. Hann á unnustu sem heitir Sandra Halldórsdóttir og saman eiga þau mánaðargamlan strák sem heitir  Hjalti.  Foreldrar  Jóhanns eru Hjalti Jóhansson tæknifræðingur og Guðbjörg Helga Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Áður en Jóhann hóf störf hjá Pro Golf starfaði hann hjá Flugmálastjórn. Hefur...

Hallgrímur Júlíusson

Hallgrímur Júlíusson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Hallgrímur Júlíusson og er hann fæddur þann 10. september 1994. Pabbi hans heitir Júlíus Hallgrímsson og mamma hans heitir Kristjana Ingólfsdóttir og svo á hann eina litla sæta systur sem heitir Ásta Björt. Hann hefur ekki langt að sækja golfhæfileika sína, þar sem hann er kominn af miklum golfurum. Hann er búinn að vera sækja Kaupþingsstigamótin í sumar og þeg...

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð nú um helgina Íslandsmeistari í telpnaflokki 14-15 ára. Hún spilaði vel í mótinu og þá sérstaklega á fyrsta og þriðja hring sem hún spilaði á 74 og 73 höggum þar sem hún lækkaði forgjöf sína um níu högg og er komin með 4,9. Hún er kylfingur vikunnar á Kylfingur.is. Ólafía er fædd 15. október 1992 og verður því 15 ára á þessu ári. Hún býr í Grafarholti og er að far...

Hjörleifur G. Bergsteinsson

Hjörleifur G. Bergsteinsson

úr GK er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er einn efnilegasti kylfingur Keilis og varð í þriðja sæti á stigalista Kaupþingsmótaraðarinnar í flokki 14-15 ára pilta sl. sumar. Foreldrar hans eru Bergsteinn Hjörleifsson, formaður GK og Helga Kristín. Hann á tvö systkini, eldri bróður og yngri systur. Hjörleifur, eða Bubbi, er í 10. bekk í Lækjarskóla í  Hafnarfirði. Hvenær byrjaðir þú í golfi...

Sunna Víðisdóttir

Sunna Víðisdóttir

úr GR er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er aðeins 13 ára og hefur náð ótrúlega skjótum árangri í golfinu. Hún byrjaði að æfa fyrir aðeins tveimur árum og er nú komin með 11,4 í forgjöf. Hún er ekki bara góð í golfi, heldur er hún afburða námsmaður og er einu ári á undan í skóla.  Sunna var í keppnisferð Nevada Bob á Valle del Este á Spáni í október og sigraði í kvennaflokki og lækkaði forg...

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

úr GK er ein efnilegasta golfkona Íslands. Hún er aðeins 13 ára og hefur verið mjög sigursæl á unglingamótaröðinni undanfarin ár. Hún kemur úr mikilli golffjölskyldu. Faðir hennar er  Björgvin Sigurbergsson, marfaldur Íslandsmeistari og móðir hennar er Heiðrún Jóhannsdóttir. Hún á einn bróður sem heitir Helgi Snær og er líka í golfi. Guðrún Brá býr í Hafnarfirði og er í Lækjarskóla. Hvenær byrjað...

Jódís Bóasdóttir

Jódís Bóasdóttir

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún  náði ágætum árangri á golfvellinum í sumar, varð Íslandsmeistari í holukeppni og varð í öðru sæti á stigalistanum í flokki 14-15 ára. Þá varð hún einnig klúbbmeistari í 14-15 ára aldursflokki stúlkna hjá klúbbi sínum Keili í Hafnarfirði. Jódís var valin í unglingalandsliðið í golfi á dögunum og fór með því í æfingaferð til Spánar. Hún var í stúlknalands...

Berglind Björnsdóttir

Berglind Björnsdóttir

kylfingur úr GR er ein af efnilegustu kylfingum landsins. Hún er stigameistari stúlkna 14-15 ára á Kaupþingsmótaröð unglinga 2007 og er í unglingalandsliðinu.  Berglind er fædd 29. september 1992 og býr í Staðahverfi við Korpúlfsstaðavöll. Hún er á fyrsta ári í MR,  á náttúrufræðibraut. Foreldrar hennar eru Eygló Grímsdóttir og Björn Halldór Björnsson og á hún þrjú hálfsystkini. Hvenær byrjaðir...

Gunnar Hreiðarsson

Gunnar Hreiðarsson

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Gunnar hefur verið tíður gestur á spjallsvæði Kylfings.is og því gaman að fá að vita meira um þennan mikla penna. Hver er svo maðurinn? "Ég er fæddur hér á landi 16. ágúst 1969, eða í miðju kafi Woodstock hátíðarinnar, hef ferðast víða um heim eða til 18 landa en aldrei komið til USA eða Vestmannaeyja (trúi því ekki sjálfur). Ég á kærustu í Master námi á Sp...

Davíð Viðarsson

Davíð Viðarsson

kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann hefur tvisvar náð draumahöggi allra kylfinga, að fara holu í höggi. Davíð býr í Reykjanesbæ nokkrum húsum frá vini sinum Erni Ævari Hjartarsyni sem reynir fyrir sér sem atvinnumaður. Davíð er  fæddur 12. janúar 1979 í Keflavík. Foreldrar hans eru Viðar Oddgeirsson og Edda S. Einarsdóttir (látin 14.05.2005). Hann meðlimu...

Ástrós Arnarsdóttir

Ástrós Arnarsdóttir

er 14 ára gömul golfkona úr GR. Hún er í 9. bekk í  Álftamýrarskóla. Móðir hennar  er Helga Lárusdóttir og vinnur í Iceband og faðir hennar er Arnar Már Ólafsson og er unglingalandsliðsþjálfari í golfi. Hann er einnig skólastjóri í IPGA-Golfkennaraskólans og er formaður IPGA. Þá á Ástrós eina yngri systur sem heitir Sólrún Arnarsdóttir og er 11 ára. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Ég...

Davíð Arthúr Friðriksson

Davíð Arthúr Friðriksson

er kylfingur vikunnar, fæddur 22.mars 1978. Hann er búsettur í Njarðvík en er uppalinn Grindvíkingur. Davíð starfar sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli en er einnig liðtækur smiður.  Kona hans heitir Dagmar Lóa og er Njarðvíkingur, þau eiga eina dóttur sem er 11 mánaða og heitir Heiðdís Birta. Helsta áhugamál utan golfsins er fótbolti og körfubolti.  Til merkis um áhugann á körfuboltanum er...

Ívar Hauksson

Ívar Hauksson

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann hefur verið búsettur á Spáni frá því 1996 og starfar sem golfkennari á Real Club Golf Campoamor. Ívar og eiginkona hans, Ana sem er spænsk, eiga eina dóttur sem heitir  Raquel og er 4 ára og síðan er annað barn á leiðinni. „Ég á einnig tvær stelpur á Íslandi sem heita Íris Tanja og Ornella og er í mjög góðu sambandi við þær,“ segir Ívar. „Ég er einnig bú...

Tinna Ósk Óskarsdóttir

Tinna Ósk Óskarsdóttir

er kylfingur vikunnar. Hún er 24 ára gömul og býr með kærasta sínum, honum Villa upp á Vatnsenda við Elliðavatn.Tinna stundar laganám við Háskólann í Reykjavík og er þar á 3. ári. Villi er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfar fyrir TM software, til að hafa aðeins meira að gera er hann í meistaranámi í project management við Háskóla Íslands. Tinna Ósk varð klúbbmeistari...

Guðni Oddur Jónsson

Guðni Oddur Jónsson

er kylfingur vikunnar og er 19 ára strákur úr Keflavík. Hann stundar nám við afreksmannadeild akademíunnar þar sem hann stundar sitt golf á morgnanna undir handleiðslu kennara. Guðni útskrifast svo næsta vor og hyggur á nám í Bandaríkjunum þar sem stefnt er á að fá golfstyrk samhliða náminu. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja sem er að verða stærri og stærri klúbbur innan golfsins á Íslandi samkvæmt...

Sturla Höskuldsson

Sturla Höskuldsson

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er  golfkennari, formaður og vallarstjóri hjá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum og því nóg að gera hjá honum þessa dagana. Sturla hefur verið búsettur á Egilsstöðum ásamt heimasætunni undanfarin 3 ár en er Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í GR. Hann hefur starfað sem golfkennari síðan árið 2000, eftir að hann útskrifaðist úr San Diego Golf Ac...

Þorsteinn Hallgrímsson

Þorsteinn Hallgrímsson

er kylfingur vikunnar. Flestir golfáhugamenn kannast við Eyjamanninn Þorstein Hallgrímsson en hann hefur unnið til fjölmargra titla á ferlinum. Hann hefur oftar en ekki komið að lýsingum frá stórmótunum í golfi og heillað áhorfendur með glettni og fróðleiksmolum. Þorsteinn býr Mosfellsbæ ásamt Ingu konunni sinni og börnunum sínum Kristínu Maríu og Val. En hvað ætli Þorsteinn sé að brasa við þessa...

Sigurður Ingvi Rögnvaldsson

Sigurður Ingvi Rögnvaldsson

kylfingur úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er aðeins 15 ára og var klúbbmeistari GHD í fyrra í fullorðinsflokki. Hann varð fyrsti Íslandsmeistari klúbbsins fyrir tveimur árum er sigraði í flokki 13 ára og yngri. Sigurður Ingvi er fæddur 31. janúar 1993 og býr á Dalvík og var að ljúka 9. bekk í grunnskóla. Móðir hans heitir  Hólmfríður Sigurðardóttir og pab...

Ísak Jasonarson

Ísak Jasonarson

úr GK er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann sigraði í flokki 13 - 14 ára drengja á fyrsta mótinu á Kaupþingsmótaröð unglinga á Hvaleyrarvelli um síðustu  helgi. Hann verður 13 ára 11. júlí nk. og er í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Móðir hans heitir Helena Björk og pabbi hans Jason Kristinn. "Ég á þrjár systur sem eru 7 ára, 10 ára og 16 ára. Ég átti heima í Þýskalandi og á Ítalíu þegar ég var...

Birgir Guðjónsson

Birgir Guðjónsson

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann var í toppbaráttunni á fyrsta móti sumarsins á Kaupþingsmótaröðinni sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Birgir var í lokahollinu síðari keppnisdaginn og hafnaði í 4.-8. sæti á samtals einu höggi undir pari. Birgir er 25 ára GR-ingur og er uppalinn í Grafarvoginum, en býr nú í Breiðholti ásamt unnustu sinni, Hönnu Lóu. Hann er stúdent frá MS og starfar...

Oddur Óli Jónasson

Oddur Óli Jónasson

Oddur Óli Jónasson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 21 árs Reykvíkingur og leikur golf í golfklúbbnum NK. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund vorið 2007 og stefnir á háskólanám erlendis í framtíðinni. Í dag starfar hann sem vallarstarfsmaður hjá Nesklúbbnum og hefur gert það síðan 2005, en starfið hefur veitt honum gríðarlega mikinn sveigjanleik hvað iðkun golfsi...

Arndís Eva Finnsdóttir

Arndís Eva Finnsdóttir

Arndís Eva Finnsdóttir er kylfingur vikunnar að þessu sinni en hún kemur úr golfklúbbnum Keili. Arndís er 15 ára gömul og hefur ekki búið lengi á Íslandi því hún flutti nýlega aftur heim til Íslands frá Svíþjóð eftir 12 ára fjarveru þar sem foreldrar hennar voru í námi. Foreldrar hennar eru vel menntaðir en mamma hennar er læknir og pabbi hennar er viðskipta- og umhverfisfræðingur. Hún var í Hvale...

Guðjón Ingi Kristjánsson

Guðjón Ingi Kristjánsson

úr GKG er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er með efnilegir kylfingum landsins og sigraði m.a. í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ í lok ágúst. Hann er einnig klúbbmeistari GKG í flokki 17-18 ára og varð í 3. sæti í stigakeppni Kaupþingsmótaraðar unglinga í ár. Guðjón Ingi, sem er með 2,5 í forgjöf, er 18 ára gamall og er yngstur þriggja systkina. Hann býr í Garðabæ og stunda nám við Menntaskó...

Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann átti frábæran hring á innanfélagsmóti GS í Leirunni á dögunum, spilaði á 64 höggum og er kominn með 0,6 í forgjöf. Sigurður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, býr í Sandgerði ásamt foreldrum og 3 systkynum. Á sumrin vinnur hann á golfvellinum í Leirunni sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórans og sér einnig um p...

Guðrún Pétursdóttir

Guðrún Pétursdóttir

Guðrún Pétursdóttir er kylfingur vikunnar. Hún er kylfingur úr GR og er 13 ára gömul. Hún hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í golfinu í sumar og verið í toppbaráttunni í sínum aldursflokki á Kaupþingsmótaröð unglinga. Hún fékk nándarverðlaun á Íslandsmótinu í höggleik í Vestmannaeyjum á 17. holu en hún var aðeins tveimur metrum frá holunni. Foreldrar Guðrúnar eru Pétur Guðmundsson og Hó...

Björgvin Sigmundsson

Björgvin Sigmundsson

úr Golfklúbbi Suðurnesja er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann lék best á Opnu haustmóti GS á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi, kom inn á 72 höggum eða pari vallar. Besti hringur hans á vellinum er hins vegar 67 högg, eða 5 högg undir pari. Hann er með 2,1 í forgjöf. Björgvin býr á Stúdentagörðunum á veturna en á sumrin flytur hann yfir til Keflavíkur þar sem hann býr hjá  foreldrum og 2 y...

Páll Theodórsson

Páll Theodórsson

úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Páll hefur vakið mikla athygli í sumar fyrir vasklega framgöngu á golfvellinum þó ungur sé, aðeins 16 ára gamall. Hann hafnaði í 3. sæti á lokamóti Kauþingsmótaraðarinnar 2008 á Urriðavelli eftir að hafa verið jafn í efsta sæti fyrir lokahringinn. Páll  er á fyrsta ári í Borgarholtsskóla og er þar á viðskipta- og hagfræðibraut...

Anna Sólveig Snorradóttir

Anna Sólveig Snorradóttir

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hún er efnilegur kylfingur úr GK. Hún er klúbbmeistari Keilis í flokki 13 ára og yngri 2008 og þá hafnaði hún í þriðja sæti í sínum flokki á Kaupþingsmótaröð unglinga í ár. Hún er fædd árið 1995 og býr í Hafnarfirði með foreldrum sínum og Koli hundinum sínum og er í Hvaleyrarskóla.  Með golfinu æfir hún einnig handbolta með Haukum. Hvenær byrjaðir þú í golfi...

Rafn Stefán Rafnsson

Rafn Stefán Rafnsson

er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann starfar sem verslunarstjóri í golfversluninni Nevada Bob og er klúbbmeistari GO 2008. Hann segir að nú sé að fara í hönd mikill annatími í versluninni, enda vilji allir kylfingar frá golfdót í jólagjöf. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Byrjaði að leika mér í golfi þegar ég var 13-14 ára, en svo komu margar pásur. Var dreginn í þetta með brósa...

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

er kylfingur vikunnar á þessu sinni. Hann vann það afrek að verða klúbbmeistari La Cala Resort á Spáni í síðasta mánuði. Sigursteinn Ingvar er  fyrrverandi bankastarfsmaður með viðskiptafræðimenntun. Hann hætti í 9-5 vinnunni til að eltast við drauminn um að verða atvinnumaður í golfi. „Ég, kona og barn fluttum út til að gefa þessu 110% tækifæri. Konan mín er spænsk þannig að það lá best við að st...

Guðni Hafsteinsson

Guðni Hafsteinsson

Guðni Hafsteinsson er kylfingur vikunnar.  Guðni er Keflvíkingur í húð og hár .  Stundaði knattspyrnu og körfuknattleik á sínum yngri árum en hefur nú alfarið snúið sér að golfinu. Hann er á sínu öðru ári sem stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur en sat þar á undan í þrjú ár í forgjafar- og aganefnd klúbbsins. Fastur liður í golflífi Guðna hefur verið golfferð að hausti  til Mekka golfsins, Skotl...

Ágúst Jensson

Ágúst Jensson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Ágúst Jensson, vallarstjóri á Korpúlfsstaðavelli.  Ágúst hefur starfað í golfgeiranum í mörg ár þrátt fyrir ungan aldur, fyrst í Stykkishólmi en svo hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.  Hann er menntaður golfvallafræðingur og situr í stjórn Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi. Kylfngur.is mun nú loksins kynna vikulega, nýjan kylfing vikunnar.  Hvenær byr...

Sigurður Helgi Hlöðversson

Sigurður Helgi Hlöðversson

-->Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? Kom syni mínum á sumarnámskeið og ákvað að prófa þetta með honum líka. Ég er í dag helsjúkur golfari en sonur minn er nánast hættur! Hefur þú verið í öðrum íþróttum? Boxi, Karate, Tai KwonDo og….nei djók. Skíði og fótbolti. Helstu afrek í golfinu? Mitt helsta afrek er að það tók mig 6 ár að komast niður fyrir 20! Hver eru helstu markmiðin? Að sigras...

Björn Víglundsson

Björn Víglundsson

-->Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? 1993. Var í skóla á Flórída og þar er ekki hægt að spila ekki golf. Hefur þú verið í öðrum íþróttum? Já, handbolta og soldið í fótbolta. Og svo einu sinni á ári í keilu. Helstu afrek í golfinu? Ég hef margoft næstum náð góðum árangri. En ég er afar sáttur við sjálfan mig  varðandi árangur minn á Carnoustie vellinum í Skotlandi og svo hef ég, reyndar...

Gunnar Már Sigurfinnsson

Gunnar Már Sigurfinnsson

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?  Byrjaði 10 ára í Eyjum.  Veit nú ekki alvega afhverju, en ætli heiðursmaðurinn Raggi Rakari eigi ekki aðalheiðurinn af því.  Byrjaði að draga fyrir hann og fór svo sjálfur að spila. Hefur þú verið í öðrum íþróttum?  Fótbolta, handbolta, skíði, sundi og síðan er það auðvitað ræktin.  Er samt alltaf til að prófa eitthvað nýtt og prófaði allar íþróttir sem...

Aðalsteinn Ingvarsson

Aðalsteinn Ingvarsson

-->Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?  1987, byrjaði að fikta með pabba. Hefur þú verið í öðrum íþróttum?  Handbolta og hinu og þessu. Helstu afrek í golfinu?  Púttmeistari Sígí og einu sinni sígí meistari með forgjöf. Hver eru helstu markmiðin?  Að hækka ekki mjög skart í forgjöf fyrir fimmtugt. Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?  Heppin að vera búinn...

Grímur Kolbeinsson

Grímur Kolbeinsson

Grímur Kolbeinsson, viðskiptastjóri hjá Prentsmiðjunni Odda til „hundrað“ ára er kylfingur vikunnar hjá okkur að þessu sinni. Hann ere inn af þessum litríku kylfingum þessa lands sem nýtur þess betur en flest annað að fara í golf. Grímur er þessi týpiski kylfingur sem dreymir um það að komast undir áttatíu högg á 18 holum en það er eitt af hans helstu markmiðum sem og að spila og spila og hafa gam...

Sigurjón J. Sigurðsson

Sigurjón J. Sigurðsson

Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins Besta og bb.is á Ísafirði er lunkinn kylfingur og stefnir hátt í golfíþróttinni. Hans markmið eru frábær og stefnan hjá honum í sumar er að fara vikuferð um Ísland og leika golf.     Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? Á níunda áratug síðustu aldar og hætti síðan. Byrjaði aftur um aldamótin að tilstuðlan eiginkonunnar. Hefur þú verið í öðrum íþró...

Einar Haukur Óskarsson

Einar Haukur Óskarsson

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Einar Haukur Óskarsson úr GOB en hann sigraði á þriðja stigamóti sumarsins á Íslensku mótaröðinni sem fram fór á Urriðavelli í lok júní. Þessi 27 ára kylfingur er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og er vallarstjóri hjá Golfklúbbi Bakkakots. Hann hefur starfað lengi á golfvelli, eða allt frá því að hann var 12 ára gamall. Hann lærði golfvallarfræði í Elmwood Col...

Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir er kylfingur vikunnar að þessu sinni en hún komst í fréttirnar hér á Kylfingi.is á dögunum þegar hún gerði sér lítið fyrir og fékk ótrúlegan örn af um 120 metra færi á 8. holu á Gufudalsvelli í Hveragerði. Hún er 41 árs lögfræðingur og er búsett í Hafnarfirði. Hún ólst upp á fremur pólitísku heimili og hefur tvívegis verið í framboði fyrir Samfylkinguna í Alþingiskosningum. H...

Ólafur Sverrir Jakobsson

Ólafur Sverrir Jakobsson

Ólafur Sverrir Jakobsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er rekur sitt eigið fyrirtæki sem heitir Sérmerkt en það sérhæfir sig í merkingum, heildsölu á auglýsingavörum og golftengdum vörum ásamt því sem fyrirtækið rekur netverslunina Bolur.is. Hann mun útskrifast frá HR í desember með B.sc gráðu í Viðskiptafræði og er einhleypur og barnlaus. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „B...

Björn Malmquist

Björn Malmquist

Björn Malmquist er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann starfar sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu en var áður fréttaritari í Bandaríkjunum. Hann er giftur Kristínu Briem, lektor í læknadeild HÍ og eiga saman tvö börn, þau Finn Helga og Eddu Katrínu. Hann hefur verið í golfi undanfarin ár og hefur m.a. ritað greinar um golf í blaðinu Golf á Íslandi. Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna? „Ég...

Ólafur Björn Loftsson

Ólafur Björn Loftsson

þykir mjög efnilegur kylfingur. Hann sigraði í flokki pilta 16-18 ára á fyrsta stigamóti unglinga, KB-bankamótaröðinni, á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Ólafur Björn á ekki langt að sækja golfhæfileikana því foreldrar hans, Loftur Ólafsson og Kristín Björnsdóttir, eru bæði í golfi og afi hans og alnafni var einn af stofnendum Nesklúbbsins. “Ég byrjaði í golfi fyrir fimm árum, en hafði þó fa...

Helena Árnadóttir

Helena Árnadóttir

landsliðskona í golfi frá Akureyri vakti athygli í fyrra er hún setti vallarmet á fyrsta hring  Íslandsmótinu á Garðavelli á Akranesi og var lengi vel með forystu í mótinu. Hún hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa tapað fyrir Tinnu Jóhannsdóttur úr GK í bráðabana um annað sætið. Þá var hún í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni 2003. Helena hefur gengið til liðs við Golfklúbb Reykjavíkur. Hún er...

Heiðar Davíð Bragason

Heiðar Davíð Bragason

hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í golfinu, sérstaklega í fyrra er hann sigraði óvænt í Opna spænska áhugamannamótinu. Þá sigraði hann á einu stigamóti, á Toyotamótaröðinni, en það mót varið haldið í Leirunni. Nú í byrjun maí varð hann í 6.-8. sæti á Opna enska áhugamannameistaramótinu og lék lokahringinn á 67 höggum og var aðeins einu höggi frá vallarmeti. Heiðar Davíð er þekktur fyri...