Urriðavöllur sjaldan litið betur út

Ég er mjög ánægður með völlinn og hann hefur sjaldan verið betri. Kylfingar hæla vellinum mjög mikið sem er ánægjulegt eftir erfitt vor,“ segir Emil Emilsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds um Urriðavöll sem hefur litið mjög vel út síðari hluta sumars. Mikil ánægja var með völlinn meðal keppenda í Chervolet mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór um síðustu helgi.

Það hefur verið óhemjumikil umferð hér á vellinum í sumar en þrátt fyrir það eru flatirnar frábærar og við fáum sjaldan tækifæri hér á landi til að leika á svona mjúkum og góðum flötum. Okkar starfsfólk á mikið þakklæti skilið fyrir gott starf.“

Hugmyndir um stækkun Urriðavallar hafa komið reglulega fram á undanförnum árum. Emil veit ekki hvenær ráðist verður í stækkun en telur að það eigi eftir að verða klúbbnum nauðsynlegt að hafa yfir 27 holum að ráða í náinni framtíð.

Það er alveg örugglega forsenda fyrir því að stækka völlinn. Það væri mikið til bóta ef við fengjum níu holur til viðbótar. Það er búið að grófhanna stækkun á vellinum en við viljum gera þetta í sátt við alla aðila. Það er kannski ekki beint stemmning fyrir stækkun sem stendur en einhvern tímann kemur að því að við stækkum,“ segir Emil sem tók við sem framkvæmdastjóri Odds á síðasta ári.

Það er mjög skemmtilegt að vera framkvæmdastjóri. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt starf. Fyrsta árið var mikill skóli fyrir mig en núna er ég búinn að læra mikið. Það er mjög fallegt hér á Urriðavelli og hvergi betra að vera á góðum sumardegi.“