Stoke Park

Stoke Park - Bond stemning á Englandi Nýr valkostur fyrir íslenska kylfinga á Englandi og þessi sögufrægi völlur er nánast í göngufæri frá Heathrow flugvelli. GB-ferðir bjóða upp á ferðir til Stoke Park sem hefur verið notaður í mörgum frægum kvikmyndum og má þar nefna James Bond myndina Goldfinger.

Alls eru 27 holur á Stoke Park vellinum sem flokkast undir parkland golfvöll en á vellinum eru margar frábærar golfholur. Sem dæmi má nefna að sjöunda hola vallarins var notuð sem fyrirmynd þegar 16. holan á hinum sögufræga Augusta velli var hönnuð.  Harry Colt er sá sem hannaði Stoke Park en hann er einn þekktasti golfvallahönnuður allra tíma. Colt hefur m.a. hannað Muirfiled Open völlinn fræga í East Lothian, Pine Valley, Royal Porthrush (heimavöll Darren Clarke og Graeme McDowell) og síðast en ekki síst vellina  Sunningdale og Wentworth, sem eru sennilega þekktustu golfvellir Englands.

Eins og áður segir er Stoke Park aðeins 11 km fjarlægð frá  Heathrow flugvelli.  Þeir sem hafa sótt staðinn heim segja að stórgóð þjónusta, hefð og saga staðarins stuðli að hinni fullkomnu golfferð.

Stoke Park var einkajörð til ársins 1908 þegar  ‘Pa‘ Lane Jackson stofnandi Corinthian Sports Club, keypti Stoke Park og breyttir því í fyrsta „Country Club“ Bretlands. Stoke Park hefur verið vettvangur margra frægra bíómynda.

Sú fægasta er líklega James Bond myndin Goldfinger, þar sem Sean Connery sem James Bond háir frægt einvígi á golfvellinum við hið alræmda illmenni Auric Goldfinger. Aðrar frægar myndir eru Bond myndin Tomorrow Never Dies, Layer Cake með Daniel Craig og Bridged Jone‘s Diary.Til baka