Korpan í 27 holur!

Unnið hefur verið að undirbúningi að stækkun Korpúlfsstaðavallar úr 18 í 27 holur. Samningur hefur verið undirritaður við Ásberg hf. jarðvinnuverktaka um jöfnun og útlagningu og hófust framkvæmdir föstudaginn 28. mars.

Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur hefur þegar samþykkt teikningu sem unnin hefur verið af Hannesi Þorsteinssyni og útsett af Birni Axelssyni landslagsarkitekt. Gert hefur verið samkomulag við Stekkjarbrekkur um að aka jarðefni inn á hluta af fyrirhuguðu vallarstæði (Stekkjarbrekkur eru að byggja 50 þús.m2 hús sunnan Korpuvallar).

Teikning af fyrirhuguðum viðbótar níu holum hefur verið hnita-og hæðarlínusett og mun völlurinn verða mótaður samkvæmt þeirri útsetningu. Eins og fram hefur komið hefur stjórn GR lýst áhuga sínum á að ljúka við og opna viðbótar níu holurnar innann þriggja ára.

Sjá deiliskipulag af svæðinu.

Mynd/GR: Unnið er á fullu við útlagningu efnis á nýjar brautir á Korpunni.