Íslendingar tóku forskot á sæluna í Tyrklandi

Hópur á vegum Úrvals-Útsýnar, sem nýkominn er frá Tyrklandi úr golfferð á Gloria Golf Resort, fékk tækifæri til þess að spila nýjan 18 holu völl sem er á Gloriu golfsvæðinu. Formleg opnun á vellinum var þriðjudaginn 1. nóvember sl. en íslanska hópnum var boðið að spila völlinn daginn fyrir formlegu opnunina.

Að sögn Gylfa Kristinssonar, framkvæmdastjóri GS og annar fararstjóranna, voru fyrir á Gloria golfsvæðinu 27 holur og eru því komnar 45 holur á svæðið, tveir 18 holu vellir og einn níu holu völlur, ásamt nýju klúbbhúsi fyrir alla vellina sem var tekið í notkun í sumar. Ásamt því er öll aðstaða til fyrirmyndar.

„Framkvæmdir við völlinn byrjuðu fyrir aðeins 10 1/2 mánuði síðan og er óhætt að segja að tekist hafi mjög vel til en völlurinn er eitt augnakonfekt,“ sagði Gylfi.

Farastjórarnir í hópnum, Peter Salmon og Gylfi, fengu þann heiður að spila völlinn á undan íslenska hópnum. Mikil keppni skapaðist á milli fararstjóranna enda höfðu allir lagt eitthvað af veði. Peter hafði betur og sigraði.

Eftir golfið hittust allir í klúbbhúsinu og var það einróma álit allra að þarna væri komin stórglæsilegur völlur og mjög góð viðbót við það sem fyrir var.

„Mjög skemmtilegur völlur, mikið landslag og vel hirtur,“ sagði Magnús Jóhannsson.

„Gef þessum velli hæstu einkunn, mjög góður,“ sagði Árni Jóhannesson.

„Völlurinn hefur mikinn karakter og með bestu völlum sem ég hef spilað, sagði Tryggvi Valdimars.

„Glæsilegur og mjög fjölbreyttur völlur,“ sagði Gissur Jóhannsson.

„Frábær völlur, ekkert annað hægt að segja,“ sögðu María Magnúsdóttir og Guðmundur Gunnarsson.

Sjá fleiri myndir.

Mynd: Fararstjórarnir Peter Salmon og Gylfi Kristinsson tóku forskot á sæluna og léku nýjan völl á Gloria golfsvæðinu í Tyrklandi, sem einskonar undanfarar fyrir formlega opnun.