El Rompido

Spænsk náttúrurfegurð á El Rompido

Margir íslenskir kylfingar hafa lagt leið sína til El Rompido á Spáni á síðustu árum. VITAgolf hefur undanfarin ár boðið upp á golfferðir til El Rompido sem þúsundir íslenskra kylfinga hafa nýtt sér. El Rompido er glæsilegt golfsvæði sem staðsett er í Andalúsíu, skammt frá landamærum Spánar og Portúgals. Flogið er til Faro í Portúgal og þaðan ekið yfir landamærin til El Rompido. Einar Lyng Hjaltason, golfkennari, hefur séð um farastjórn á El Rompido frá árinu 2004 fyrir hönd VITAgolf og er öllum hnútum kunnugur á svæðinu.

Tveir 18 holu golfvellir eru í boði á El Rompido, Norður og Suður völlurinn. Suður völlurinn var opnaður árið 2003 og hlaut strax mjög góðar viðtökur. Árið 2006 var Norður völlurinn tekin í notkun og í dag eru báðir vellir mjög rótgrónir. Klúbbhúsið á völlunum tveimur liggur við Suður völlinn er hönnun klúbbhússins einkar skemmtileg og minnisstæð. Lýsa má Suður vellinum sem tveimur ólíkum en krefjandi völlum. Fyrri níu holurnar eru opnari og léttari en þær seinni níu þrengri og þar reynir á að kylfingarnir séu á boltanum. Völlurinn liggur við ströndina í El Rompido og setur fenjasvæði skemmtilegan svip á völlinn.

Norður völlurinn er stutt frá klúbbhúsinu og er á margan hátt ólíkur Suður vellinum. Hann er hæðóttur með mjög skemmtilegu landslagi. Völlurinn er talinn vera erfiðari en Suður völlurinn. Á styttri brautirnar eru nokkuð þröngar sem reynir mjög á að kylfingar séu höggvísir. Skemmtilegur völlur og minnisstæður.

Glæsilegt hótel

Hótelið í El Rompido er glæsilegt 5 stjörnu hótel sem auðvelt er að mæla með. Hægt er að velja milli þess að vera í hótelherbergi eða vera á íbúðarhóteli og eru bæði þessi hótel staðsett hlið við hlið. Golfvellirnir liggja við hótelin og stuttur gangur á báða golfvellina. Í ferðum hjá VITAgolf er hægt að fá allt fæði og drykk innifalið í verði sem er sérlega þægilegt fyrir kylfinga sem vilja auðvitað reyna að spila eins mikið golf og mögulegt er meðan á dvöl þeirra stendur.

Boðið er upp á veglegt morgunverðarhlaðborð á hverjum degi og jafnframt kvöldverðarhlaðborð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Óhætt er að mæla með matnum á hótelinu sem er fyrsta flokks. Stutt akstur er til smábæjarins El Rompido og þar eru nokkrir veitingastaðir sem bjóða ljúffenga spánska rétti. Einnig er stutt til bæjarins Cartaya, ca. 7 mín. akstur.

Jimenez kemur oft í heimsókn

Spænski atvinnukylfingurinn Miguel Angel Jimenez lítur reglulega við á El Rompido til að leika golf. Einn af hans bestu vinum býr í El Rompido og því kemur Jimenez oft í heimsókn og leikur á golfsvæðinu í El Rompido. Íslenskir kylfingar hafa því í gegnum tíðina hitt þessa spænsku goðsögn á El Rompido sem hefur verið á meðal bestu kylfinga heims undanfarin áratug eða svo. Jimenez á jafnframt vallarmetið á Norður vellinum í El Rompido sem er 66 högg af hvítum teigum.

Kylfingar ættu auðveldlega að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á El Rompido. Það er mikill kostur að hafa tvo velli til að velja úr og jafnframt eru vellirnir nokkuð ólíkir þó þeir liggi hlið við hlið. Kylfingar fá seint leið á því að spreyta sig á þessum tveimur skemmtilegu völlum. Það má svo sannarlega mæla með golfferð til El Rompido þar sem allt er til staðar fyrir kylfinginn. Nokkur æfingasvæði skammt frá hótelinu og hægt að æfa alla þætti golfsins á þægilegan máta. Fínar púttflatir eru skammt frá klúbbhúsinu þar sem æfa má stutta spilið en jafnframt eru nokkur æfingasvæði þar sem æfa má lengri högg.

„Þann 27. apríl 2007 fórum við 10 golfarar frá Seyðisfirði í annað sinn á El Rompido og vorum þar í 10 daga. El Rompido er orðinn sælureitur golfarans hvort sem forgjöfin er 9,7 eða 36,0. Nú er kominn annar 18 holu golfvöllur, Norðurvöllur sem er virkilega góður og ótrúlegt hversu þroskaður og flottur hann er nú þegar. Hótelið er frábært og mikill kostur að hafa klúbbhúsið við hliðina. Þakka fyrir frábæra ferð á El Rompido nú í vor.“
Ómar Bogason - GSF

Boðið er upp á vor- og haustferðir til El Rompido með VITAgolf. Finna má frekari upplýsingar um ferð til El Rompido á heimasíðu VITAgolf sem sjá má hér.


Það er einnig hægt að slaka á eftir leik á El Rompido.