Bakkakot í 18 holur
Á aðalfundi Golfklúbbs Bakkakots, GOB, kom fram að gengið hefur verið frá samningi við Prestsetrasjóð um leigu lands til stækkunar í 18 holur. Einnig var kynnt hugmynd um stofnun hlutafélags um rekstur klúbbsins. Reiknað er með að farið verði í hönnunarvinnu á nýjum 18 holu velli strax í sumar.
Anton Bjarnason, formaður GOB, segir að viðbótarlandið sé um 15 hektarar. “Það má segja að nú séum við komnir á byrjunarreit í þessu ferli og getum farið að undirbúa hönnun á nýjum 18 holu velli. Við viljum láta endurhanna allt svæðið. Þá þarf líka að skoða fjármögnun verksins,” sagði Anton í samtali við Kylfing.is
Leigusamningurinn á landi Prestsetrasjóðs nær frá þjóðveginum (Þingvallarvegi) að sunnan, frá heimkeyrslunni að Mosfelli að vestanverðu, ánni Köldukvísl að norðanverðu og landamerkjum Lundar að austanverðu. Landsvæðið sem um ræðir til stækkunar eru rúmir 15 hektarar, en núverandi golfvallarsvæði er á landi sem telst vera 17,5 hektarar ásamt 2,5 hektara æfingarsvæði.
Nýja svæðið býður upp á marga möguleika þar sem vatn rennur um svæðið, bæði áin og svo lækur, sem hugmynd er um að veita um svæðið á leiðinni niður að á. Til að mynda tjarnir í vellinum þannig að þær spili hlutverk með trjágróðri sem ætlunin er að gróðursettur verður með og á milli brauta.
”Í Bakkakoti hefur verið unnið mikið starf við gróðursetningu trjáa og er það eitt af stefnumálum klúbbsins að þarna verði skemmtilegur skógarvöllur í framtíðinni,” segir Anton formaður.
Samþykktar voru nokkrar breytingar á lögum klúbbsins á aðalfundinum, en helsta breytingin var að stjórn klúbbsins samanstendur nú af sjö í stað tíu manns áður. Núverandi stjórn er þannig skipuð; Anton Bjarnason, formaður, Guðmundur Haraldsson, varaformaður, Halldóra Baldursdóttir, gjaldkeri, Guðjón Jóhannsson, ritari og Júlíana Guðmundsdóttir meðstjórnandi. Varamenn eru Jakob Steingrímsson og Jónas Þór Steinarsson.
Hér fylgir með loftmynd af golfvallarsvæði Golfklúbbs Bakkakots, bæði núverandi lega vallar svo og svæði það sem klúbburinn hefur gert leigusamning um við Prestsetrasjóð.
-
-
Myndband: Woods líklega áfram eftir frábært pútt
Fréttir 16.02.2019 -
Lokahringur upp á 72 högg hjá Sigurði Bjarka í Portúgal
Fréttir 16.02.2019 -
Guðmundur Ágúst og félagar hefja leik á morgun
Fréttir 16.02.2019 -
PGA: Leik frestað vegna myrkurs | Tveir jafnir á toppnum
Fréttir 16.02.2019 -
LPGA: Korda með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn
Fréttir 16.02.2019 -
Sigurður Bjarki komst áfram í Portúgal
Fréttir 15.02.2019 -
Myndband: Leik frestað og öll skor ógild á PGA mótaröðinni
Fréttir 14.02.2019 -
Sigurður Bjarki góður í Portúgal
Fréttir 14.02.2019 -
Myndband: Tiger fékk fjóra fugla í röð
Fréttir 15.02.2019 -
Myndband: Hola í höggi hjá Holmes
Fréttir 15.02.2019 -
Evrópumótaröð karla: Komið á hreint hvaða 24 kylfingar komast áfram
Fréttir 16.02.2019 -
Myndband: Guðmundur vann sér inn vel yfir milljón krónur
Fréttir 15.02.2019
-
-
-
Rúnar lenti í hremmingum á 18. flötinni
GolfTV 27.07.2018 -
Haraldur Franklín gerir upp Opna mótið: Hefði viljað nýta tækifærið betur
GolfTV 25.07.2018 -
LPGA kylfingur sló vindhögg í móti
GolfTV 11.07.2018 -
GolfTV 20.04.2018
-
GolfTV 05.04.2018
-
Afastrákur Nicklaus fór holu í höggi á Masters
GolfTV 05.04.2018 -
World Golf Awards - VITAgolf besta íslenska golfferðaskrifstofan þrjú ár í röð
GolfTV 28.11.2017 -
Hér um bil öðruvísi „fugl“ á fimmtu í Leirunni - video
GolfTV 27.10.2017 -
Myndbönd: Tveir íslenskir golfvellir frá nýju sjónarhorni
GolfTV 17.09.2017 -
GolfTV 07.09.2017
-
Ragnhildur: „Erfitt að halda boltanum í leik í hrauninu“
GolfTV 22.07.2017 -
Fannar Ingi enn og aftur í vandræðum á 18. holu - viðtal
GolfTV 22.07.2017
-