1000 bestu golfvellir heims

Ný bók, The Rolex World's Top 1000 Golf Courses, kom út í haust en í henni má finna samansafn af 1.000 bestu golfvöllum heims. Völlunum er ekki raðað frá 1000 og niður heldur er þeim gefin stig þar sem 75 er lægsta skor og 100 það hæsta.

Alls eru 15 vellir sem hljóta 100 stig í bókinni sem nær til þúsund valla frá 65 löndum. Bókin er svo sannarlega eiguleg enda er hún um 1.200 blaðsíður. 362 golfvellir í bókinni eru frá Bandaríkjunum og 282 vellir í Evrópu. Enginn íslenskur golfvöllur er í bókinni sem þó náði til fjölmargra smærri ríkja á alþjóðlegum vettvangi líkt og Víetnam. Leitað var til sérfræðinga og þekktra kylfinga vítt og breytt um heiminn til að ná til allra heimshorna. Svíar koma vel út því þeir eiga 13 velli í bókinni.

Margir eiga sér þann draum að leika á bestu völlum heims, vítt og breytt um heiminn. Fjárfesting í þessari bók er kannski fyrsta skrefið í að láta þennan draum verða að veruleika enda nær ómögulegt að leika alla 1.000 bestu velli heims á heilli mannsævi. Með að velja þá allra bestu verður einhverjum markmiðum kannski náð. Bókin kostar um 5.000 krónur í vefverslun Amazon. Hér má sjá myndband um bókina.

Þeir 15 golfvellir sem hlutu 100 stig eru:
Bretland: Carnoustie, Muirfield, The Old Course í St Andrews, Royal Birkdale, Championship Course á Portmarnock, New Course í Sunningdale, og Old Course í Royal County Down.
Bandaríkin: Cypress Point, Torrey Pines (suður völlurinn), Augusta National, Pine Valley, Bethpage (Black) og Oakmont.
Ástralía: Kingston Heath og Royal Adelaide.

Mynd/golfsupport.nl: Cypress Point völlurinn er einstakur golfvöllur og meðal þeirra bestu í heimi.