„Alvöru“ 9-holu völlur að Leifsstöðum

Nýr 9 holu "alvöru" par-3 holu golfvöllur er nú risinn að Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit, sem er á móts við flugvöllinn austanmegin fjarðar. Þeir sem hafa lagt leið sína þangað í sumar hafa svo sannarlega lofað völlinn, sem er í skemmtilegu og fjölbreyttu landslagi. Hannes Þorsteinsson, golfvallarhönnuður, hefur verið að hanna og leiðbeina við byggingu vallarins síðustu tvö árin og nú hefur völlurinn formlega verið opnaður og kominn í fullan rekstur. Þarna gefur að líta 9 ólíkar og afar skemmtilegar og krefjandi par-3 holur.

Um völlinn renna lækir og mynda tjarnir á nokkrum holanna. Umtalsverður skógargróður er á svæðinu, en þrátt fyrir það er mjög víðsýnt inn og út Eyjafjörð og yfir á Akureyri. Auk vallarins er "driving-range" fyrir járnahögg (aðrar kylfur eru
ekki notaða á vellinum) og boltaleiga til nota á svæðinu. Þá er þarna mjög stór æfingaflöt (ca 900 fermetrar) fyrir allt að 50 metra innáhögg, þar eru tvær æfngasandglompur og nægt pláss fyrir 5-7 menn að æfa stutta spilið í einu. Þá er afar skemmtileg púttflöt, 600 fermetra, sem er öll umgirt gróskumiklum trjám og þar er því alltaf skjól og mjög sólríkt.

Allar flatirnar eru byggðar upp eftir ströngustu stöðlum eins og gert er á nýjum keppnisvöllum og flatargrasi sáð í þær. Kylfingar, sem eiga leið um Eyjafjarðarsvæðið, ættu ekki að láta það fram hjá sér fara að taka svo sem einn hring á Leifsstaðavelli.


Sem sagt, mjög fjölbreytt æfingaaðstaða fyrir stutta spilið allt eins og það leggur sig. Þá er á staðnum rekin veitingasala í glæsilegum
veitingasal, með kaffi og brauð, léttan mat, léttvín o.s.frv. Frábær heimagisting er í sama húsi fyrir allt að 18 manns.

Gunnar Thorarensen Gunnarsson og frú Árný P. Sveinsdóttir eru eigendur Leifsstaða og hægt er að fá frekri fróðleik á slóðinni:
www.simnet.is/leifsstadir. E-mailið hjá þeim er leifsstadir@sveit.is og símar: 462-1610 og 861-1610.

Myndir/Kylfingur.is.