Golfvellir

Fjölbreytt golf á Costa Brava

Fjölbreytt golf á Costa Brava

Costa Brava er nafn sem Íslendingar þekkja  þegar sól og sumarfrí koma upp í hugann en þessi mjög vinsæli ferðamannastaður á norð austurströnd Spánar og 24 milljónir manna heimsækja árlega hefur ekki verið mikið sóttur af landanum þegar golf er annars vegar. Tækifærin til golfiðkunar eru hins vegar mörg og á svæðinu er m.a. besti golfvöllur Spánar, PGA Catalunya en þar hefur Birgir Leifur Hafþórss...

Garmisch-Partenkirchen

Garmisch-Partenkirchen

Stórkostleg fjallasýn við þýsku Alpana  Hinn eini sanni Bjarni Felixson hefur í gegnum tíðina lýst gríðarleg mörgum heimsbikarmótum í alpagreinum sem fram hafa farið í Garmisch-Partenkirchen. Það er óhætt að segja að íþróttafréttamaðurinn kunni á RÚV hafi komið skíðasvæðinu í þýsku Ölpunum inn í orðaforða Íslendinga á árum áður. Sem skíðaparadís er Garmisch-Partenkirchen vel þekkt en þar leynist...

Eagle Creek

Eagle Creek

Eagle Creek golfvöllurinn í Orlando vinsæll meðal Íslendinga Eagle Creek golfvöllurinn í Orlando er einn vinsælasti golfvöllurinn í þessari vinsælu og sólríku borg í Flórída og líka hjá Íslendingum. Fjöldi hringja á vellinum ár hvert nemur um 50 þúsund sem er ansi mikið. Hinn kunni kylfingur, Snorri Hjaltason, var meðal þeirra fyrstu sem eignaðist húseign við Eagle Creek og hefur síðan verið nok...

Oxfordshire er skemmtilegur kostur

Oxfordshire er skemmtilegur kostur

Oxfordshire golfvöllurinn í Englandi er einn af fjölmörgum skemmtilegum kostum sem stendur Íslendingum til boða í nágrenni London. Átján holu völlur var tekinn í notkun árið 1993 og 2010 var hótel opnað við hann. GB ferðir hafa boðið ferðir til Oxfordshire. Oxfordshire býður upp á flest það sem kylfingar vilja. Góð umræða um völlinn fljótlega eftir opnun heillaði atvinnumannaheiminn og 1995 v...

The Oxfordshire

The Oxfordshire

The Oxfordshire - frábær valkostur á Englandi Íslenskir kylfingar hafa á undanförnum árum verið iðnir við að heimsækja frábæra golfvelli sem eru í boði við London á Englandi. Nýverið bættu GB-ferðir við einum valmöguleika í golfferðapakka fyrirtækisins . Jóhann Pétur Guðjónsson, eigandi GB-ferða, segir að The Oxfordshire golfhótelið sé frábær valkostur fyrir alla kylfinga. „The Oxfordshire er...

Budersand Sylt

Budersand Sylt

Budersand - Sylt  Þýskaland hefur á allra síðustu árum náð að festa sig í sessi sem áhugaverður kostur í golfferðamennsku. Margir glæsilegir golfvellir eru í Þýskalandi og það er óhætt að segja að Budersand á eyjunni Sylt skeri sig algjörlega úr í samanburði við aðra velli í Þýskalandi. Sylt er þekkt stærð hjá Þjóðverjum og eitt best geymda leyndarmál þeirra – þrátt fyrir að 800.000 ferðamenn he...

Stoke Park

Stoke Park

Stoke Park - Bond stemning á Englandi  Nýr valkostur fyrir íslenska kylfinga á Englandi og þessi sögufrægi völlur er nánast í göngufæri frá Heathrow flugvelli. GB-ferðir bjóða upp á ferðir til Stoke Park sem hefur verið notaður í mörgum frægum kvikmyndum og má þar nefna James Bond myndina Goldfinger. Alls eru 27 holur á Stoke Park vellinum sem flokkast undir parkland golfvöll en á vellinu...

oxfordshire

oxfordshire

Vatnstorfærur og mikill sandur á flottum Oxfordshire Oxfordshire golfvöllurinn í Englandi er einn af fjölmörgum skemmtilegum kostum sem stendur Íslendingum til boða í nágrenni London. Átján holu völlur var tekinn í notkun árið 1993 og 2010 var hótel opnað við hann. GB ferðir hafa boðið ferðir til Oxfordshire. Oxfordshire býður upp á flest það sem kylfingar vilja. Góð umræða um völlinn fljótle...

Desert Springs á Spáni

Desert Springs á Spáni

Íslenskum kylfingum býðst nýr kostur í golfferðum til útlanda frá og með næsta hausti. Sænska fyrirtækið Nordpoolen Golf sem Sturla Höskuldsson, golfkennari starfar hjá mun bjóða Íslendingum golf og gistingu á glæsilegu golfsvæði sem heitir Desert Springs á Spáni. Sturla sem hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan í ársbyrjun 2011 segir að lengri og ódýrari golfferðir, sérstaklega hjá eldri kylfingum...

Oberneuland í Bremen

Oberneuland í Bremen

Fjölbreytt golf og skemmtileg menning í Bremen Bremen í Þýskalandi er ekki fyrsta borgin sem kemur upp í huga kylfinga sem hyggja á landvinninga í golfíþróttinni en framboð golfvalla í þýsku borginni kemur á óvart. Bremen er fimm hundruð þúsund manna hafnarborg við ána Weser rétt sunnan við óshólmana í Norðursjó, í Norðvestur-Þýskalandi. Systurborgin, Bremerhaven, liggur frá henni í norðaustur...

La Sella á Spáni

La Sella á Spáni

La Sella golfsvæðið á Spáni Wow ferðir bjóða upp á golfferðir til Alicante á Spáni. Björn Eysteinsson, golffararstjóri tekur á móti golfþyrstum Íslendingum á vorin og á haustin. kylfingur.is prófaði La Sella golfsvæðið en þar eru 3 skemmtilegir níu holu golfvellir og flott Marriott hótel. Golfsvæðið á La Sella er hannað af sjálfri Ryderhetjunni, Jose Maria Olazabal og er óhætt að segja að v...

Matalascañas

Matalascañas

Matalascañas sameinar golf- og fjölskylduferð Ferðaskrifstofan VITA Golf hefur í hartnær áratug boðið upp á golfferð til Matalascañas sem staðsettur er í Andalúsíu, skammt frá landamærum Spánar og Portúgals. Þessi skemmtilegi strandbær er við Atlantshafið og er vinsæll sumarleyfisstaður á meðal Spánverja. Íslendingar flykkjast til staðarins á vorin og á haustin til að leika golf og njóta lífs...

El Rompido

El Rompido

Spænsk náttúrurfegurð á El Rompido Margir íslenskir kylfingar hafa lagt leið sína til El Rompido á Spáni á síðustu árum. VITAgolf hefur undanfarin ár boðið upp á golfferðir til El Rompido sem þúsundir íslenskra kylfinga hafa nýtt sér. El Rompido er glæsilegt golfsvæði sem staðsett er í Andalúsíu, skammt frá landamærum Spánar og Portúgals. Flogið er til Faro í Portúgal og þaðan ekið yfir landa...

Framfarir á Jaðarsvelli

Framfarir á Jaðarsvelli

Miklar framfarir á fallegum Jaðarsvelli Jaðarsvöllur Golfkúbbs Akureyrar hefur fengið mikla andlitslyfingu á undanförnum árum og er hvergi lokið. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað að Jaðri við gerð nýrra flata, viðgerðir á brautum og framundan eru enn frekari breytingar á þessum gamalgróna og glæsilega golfvelli sem er meðal nyrstu golfvalla í heimi. Sigmundur Ófeigsson, formaður GA seg...

Hellishólar

Hellishólar

Falin perla í golfflóru landsins Skemmtileg uppbygging á golfsvæðinu á Hellishólum í Fljótshlíð. Hjónin Laila Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson hafa staðið í ströngu undanfarin ár við uppbygginguna: Þverárvöllur á Hellishólum í Fljótshlíð er að margra mati falin perla í golfflóru Íslands. Uppbygging á Hellishólum sem eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu hefur verið stöðug í rúm...

Providence í Orlando

Providence í Orlando

Flottur völlur og fínar aðstæður Íslendingar hafa sótt mikið til Orlando í Bandaríkjunum undanfarin ár enda hafa aðstæður verið hagstæðar, sterk króna, beint flug með Icelandair og gríðarlega fjölbreytt golfsvæði og margir golfvellir. Kylfingur.is fékk tækifæri á að skoða nýlegt golfsvæði sem heitir Providence en það er staðsett í Davenport, suðvestur af Orlando og um fimmtán mínútna akstursfja...

Öndverðarnesið fullorðnast

Öndverðarnesið fullorðnast

Öndverðarnesvöllur í Þrastarskógi í Grímsnesi var stækkaður í 18 holur í júlí í sumar og er óhætt að segja að þar hafi metnaðarfull markmið orðið að veruleika en nágranni Múraravallarins eins og hann er oft kallaður, Kiðjaberg, varð að 18 holu velli fyrir nokkrum árum síðan. Öndverðarnesið var lengi bara þokkalegur sveitavöllur, ekkert meira en það. Á síðustu árum hefur orðið veruleg breyting þar...

Geysir geysist á toppinn

Geysir geysist á toppinn

Golfvellir á Íslandi eru ágætlega fjölbreyttir og þróun í gerð þeirra hefur farið mikið fram en þó sérstaklega í umhirðu. Vallargerðin sjálf hefur ekki alltaf verið eins spennandi en Haukadalsvöllur á Geysissvæðinu, einum vinsælasta túristastað Íslands síðustu áratugina, fer í flokk mest spennandi golfvalla á Íslandi – algjört „möst play“. Við eigum marga mjög góða golfvelli við sjávarsíðuna eins...

Korpan í 27 holur!

Korpan í 27 holur!

Unnið hefur verið að undirbúningi að stækkun Korpúlfsstaðavallar úr 18 í 27 holur. Samningur hefur verið undirritaður við Ásberg hf. jarðvinnuverktaka um jöfnun og útlagningu og hófust framkvæmdir föstudaginn 28. mars. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur hefur þegar samþykkt teikningu sem unnin hefur verið af Hannesi Þorsteinssyni og útsett af Birni Axelssyni landslagsarkitekt. Gert hefur verið samko...

18 holu golfvöllur vígður að Hamri

18 holu golfvöllur vígður að Hamri

Sunnudaginn 2. júlí var formlega opnaður nýr 18 holu golfvöllur að Hamri í Borgarbyggð, sem er annar völlurinn af þessari stærð á Vesturlandi, hinn er á Akranesi. Víxlan var táknræn því heiðursfélagi klúbbsins og einn af stofnendum hans, Albert Þorkelsson, sló fyrsta höggið. Albert verður 85 ára í sumar og spilar golf alla daga ársins. Hann var ekki langt frá því að fara holu í höggi eftir uppha...

Hraunkot heitir nýtt æfingasvæði Keilis

Hraunkot heitir nýtt æfingasvæði Keilis

Golfklúbburinn Keilir fagnaði í gær, 25. apríl, 40 ára afmæli klúbbsins og tók við það tilefni formlega í notkun nýtt æfingasvæði. Keilir efndi til nafnasamkeppni um nýja svæðið og var hún öllum opin. Á afmælinu í gær var æfingasvæðinu gefið nafn og hlaut það nafnið Hraunkot. Tillöguna átti Guðmundur Hjörleifsson en nafnið vísar í kotin sem voru á Hvaleyrinni og hraunið þar í kring en Guðmundi var...

254 milljónir til uppbyggingar Jaðarsvallar

254 milljónir til uppbyggingar Jaðarsvallar

Skrifað var undir uppbyggingarsamning milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar í loka mars. Samningurinn tekur til nauðsynlegra breytinga á Jaðarsvelli vegna lagningar Miðhúsabrautar, almennrar endurnýjunar á golfvellinum sjálfum, uppbyggingu nýs æfingasvæðis og 9 holu æfingavallar. Einnig tekur samningurinn til þeirra mögulegu samlegðaráhrifa sem myndast við framkvæmdir beggja aðila og er þá...

Glæsilegt æfingahús að rísa á Vífilsstaðavelli

Glæsilegt æfingahús að rísa á Vífilsstaðavelli

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er að undirbúa byggingu á nýju æfingahúsi á Vífilsstaðavelli. Búið er að teikna æfingahúsið og verður það væntanlega staðsett rétt fyrir aftan núverandi æfingaaðstöðu klúbbsins. Gert er ráð fyrir að byggðir verið 60 útibásar á þremur hæðum með upphituðum gólfplötum og sjálfvirkum dælubúnaði fyrir golfbolta af fullkomnustu gerð. Hluti æfingabása á jarðhæð verða...

Nýr 27 holu golfvöllur rís í Skorradal

Nýr 27 holu golfvöllur rís í Skorradal

Eignarhaldfélagið Indriðastaðir ehf er nú farið af stað með uppbyggingu á 27 holu golfvelli ásamt æfingasvæði, pútt- og vippflöt, og æfingavelli með þremur stuttum par-3 holum. Auk þess er mikil sumarhúsabyggð og margskonar afþreying, s.s vatnasport, fjórhjólaleiga o.fl, fyrirhuguð og þegar starfrækt í landi Indriðastaða í Skorradal. Völlurinn er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni og er í fallegu u...

Öndverðarnesið í 18 holur

Öndverðarnesið í 18 holur

Framkvæmdir standa yfir við stækkun Öndverðarnesvallar í 18 holur. Hafist var handa við framkvæmdir síðastliðið haust og nú í sumar var sáð í 8 brautir á vellinum og í byrjun vikunnar voru 8 nýjar flatir tyrfðar. Notað var sérræktað flatagras frá Gunnarshólma - grasavinafélagi. "Stækkunin liggur að hluta til á mýrlendi og hluta til í mosavöxnu hrauni. Stækkunin er hönnuð í takt við þær 9 hol...

Leirdalsvöllur – í fallegu umhverfi og lofar góðu!

Leirdalsvöllur – í fallegu umhverfi og lofar góðu!

Leirdalsvöllur, sem er 9 holu viðbót við Vífilsstaðavöll, er skemmtilegur völlur að spila. Hann er að vísu nokkuð hrár enn, brautirnar og nokkrar flatir ekki full grónar. Það er mikið landslag í vellinum og nýtur hann sig vel í dalnum. Hönnun vallarins, sem var í höndum Andrésar Guðmundssonar, er öðruvísi en maður á að venjast, en það gerir hann bara meira heillandi. Völlurinn sem er eins og nafn...

„Alvöru“ 9-holu völlur að Leifsstöðum

„Alvöru“ 9-holu völlur að Leifsstöðum

Nýr 9 holu "alvöru" par-3 holu golfvöllur er nú risinn að Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit, sem er á móts við flugvöllinn austanmegin fjarðar. Þeir sem hafa lagt leið sína þangað í sumar hafa svo sannarlega lofað völlinn, sem er í skemmtilegu og fjölbreyttu landslagi. Hannes Þorsteinsson, golfvallarhönnuður, hefur verið að hanna og leiðbeina við byggingu vallarins síðustu tvö árin og nú hefur völl...

Grafarkotsvöllur við Bása vígður

Grafarkotsvöllur við Bása vígður

Grafarkotsvöllur við Bása var formlega vígður í gær. Það var Alison White, sem er í forsvari fyrir þróunarverkefni innan R&A í Skotlandi, sem sló fyrsta höggið. Völlurinn er glæsilegur og þar er einnig 18 holu púttvöllur og vippflöt. Með tilkomu Bása og og nýja æfingasvæðisins í gær býður Golfklúbbur Reykjavíkur upp á bestu æfingaaðstöðuna sem til er hér á landi. Grafarkotsvöllur er sex holu pa...

Golfborgir rísa í Grímsnesi

Golfborgir rísa í Grímsnesi

Í vor hófust framkvæmdir við nýjan 18 holna golfvöll, Golfborgir í Grímsnesi, sem skipulagður hefur verið auk 17 glæsilegra frístundahúsa í landi Minni-Borgar. Hönnuður golfvallarins er Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallaarkitekt og frístundabyggð er útfærð af Pétri H. Jónssyni, skipulagsfræðingi og arkitekt. Frumkvöðull að verkefninu er Hólmar Bragi Pálsson, ábúandi að Minni-Borg. Hann hefur mar...

Korpan verður par 72

Korpan verður par 72

Nokkrar breytingar verða gerðar á Korpúlfsstaðavelli í sumar. Fyrsta brautin verður lengd í par-5 og verður hún 490 metrar af hvítum teigum en 470 af gulum. Framkvæmdir við lenginguna hófust fyrir 3 árum síðan. Þar sem Korpúlfsstaðavegur verður í sumar tengdur við Vesturlandsveg, verður gerður göngustígur frá 1. flöt að 2. teig, sem liggur undir veginn, meðfram ánni Korpu. Samhliða stendur ti...

Andlitslyfting á Jaðarsvelli

Andlitslyfting á Jaðarsvelli

Jaðarsvöllur á Akureyri er nú í miðri andlitslyftingu. Unnið er við endurbyggingu á þremur flötum og þegar því verki lýkur í vor hafa sjö holur á vellinum fengið andlitslyftingu. Að sögn Edwins Rögnvaldssonar golfvallaarkitekts, sem er höfundur að breytingunum er megintilgangurinn að endurnýja flatirnar, stækka þær og byggja upp með nútímalegri vinnubrögðum. Reynslan af 11. braut sem tekin var í...

Bakkakot í 18 holur

Bakkakot í 18 holur

Á aðalfundi Golfklúbbs Bakkakots, GOB, kom fram að gengið hefur verið frá samningi við Prestsetrasjóð um leigu lands til stækkunar í 18 holur. Einnig var kynnt hugmynd um stofnun hlutafélags um rekstur klúbbsins. Reiknað er með að farið verði í hönnunarvinnu á nýjum 18 holu velli strax í sumar. Anton Bjarnason, formaður GOB, segir að viðbótarlandið sé um 15 hektarar. “Það má segja að nú séum við...

Miklar framkvæmdir í gangi á Vífilsstaðavelli

Miklar framkvæmdir í gangi á Vífilsstaðavelli

Mikil hugur er í stjórnendum GKG og eru gríðarlega umfangsmiklar framkvæmdir í gangi á Vífilsstaðavelli nú í mesta skammdeginu. Verið er að setja niður sjálfvirkt vökvunarkerfi í allar flatir og við alla teiga vallarins. Áætlaður kostnaður vegna þessara framkvæmda er tæpar 10 milljónir króna og er áætlað að öllum framkvæmdum vegna þessa verkefnis verði lokið fyrir opnun vallarins næsta vor. Erfit...

Íslendingar tóku forskot á sæluna í Tyrklandi

Íslendingar tóku forskot á sæluna í Tyrklandi

Hópur á vegum Úrvals-Útsýnar, sem nýkominn er frá Tyrklandi úr golfferð á Gloria Golf Resort, fékk tækifæri til þess að spila nýjan 18 holu völl sem er á Gloriu golfsvæðinu. Formleg opnun á vellinum var þriðjudaginn 1. nóvember sl. en íslanska hópnum var boðið að spila völlinn daginn fyrir formlegu opnunina. Að sögn Gylfa Kristinssonar, framkvæmdastjóri GS og annar fararstjóranna, voru fyrir á G...

Gufudalsvöllur leynir á sér

Gufudalsvöllur leynir á sér

Gufudalsvöllur í Hveragerði er golfvöllur sem vert er að gefa gaum og ættu kylfingar að gera sér ferð þangað næsta sumar og spila. Þetta er völlur sem kemur á óvart, ekki bara fyrir að vera í fallegu umhverfi, heldur eru brautirnar mjög ólíkar og margar hverjar krefjandi. Vinalegur golfskáli, sem áður var fjós, er við völlinn. Klúbburinn hefur því góða aðstöðu fyrir félagsmenn sem og aðra gesti...

Faldo hannar golfvöll á Íslandi

Faldo hannar golfvöll á Íslandi

Nick Faldo, sem hefur verið fenginn til að hanna heimsklassa golfvöll í nágrenni Þorlákshafnar, sagði á blaðamannafundi á Nordica hotel að hönnun golfvallar í Þorlákshöfn væri mjög spennandi verkefni og ein mesta áskorun sem hann hefur glímt við í hönnun golfvalla. Hann sagði að þessi völlur ætti eftir að vera mjög sérstakur, þá aðallega fyrir það að þar er svartur sandur og það yrði hans einken...

Handboltakappi í Mekka golfsins

Handboltakappi í Mekka golfsins

„Þetta er ótrúlegur golfvöllur og stórkostleg upplifun að leika á honum, án efa mesti völlur sem ég hef farið á“, segir Kristján Arason, fyrrverandi handboltastjarna en hann lék nokkra golfvelli í St. Andrews í Skotlandi á haustdögum, - en bærinn er jafnan nefndur Mekka golfsins eða „Home of golf“. Einn af völlunum sem Kristján lék var Kingsbarns en þar fer nú fram Dunhill-Links golfmótið á Evróps...

Golfklúbbur Ásatúns og nýr völlur

Golfklúbbur Ásatúns og nýr völlur

Golfsamband Íslands hefur samþykkt aðild Golfklúbbs Ásatúns að GSÍ. Golfklúbbur Ásatúns hefur aðsetur á golfvellinum á Ásatúnsvelli, sem er um 5 km frá Flúðum. Formaður klúbbsins er Sigurjón Harðarson. Klúbburinn var stofnaður 9. júlí í sumar og voru stofnendur 39 talsins. Klúbburinn fékk bráðabirgðaaðild að HSK 8. ágúst, og er nú kominn með fulla aðild að GSÍ. „Mikill hugur er í fólki, bæði gol...

Golfvöllurinn Glanni opnaður á næsta ári

Golfvöllurinn Glanni opnaður á næsta ári

Nýr 9 holu golfvöllur verður formlega opnaður næsta vor í Borgarfirði. Völlurinn hefur fengið nafnið Glanni og er staðsettur milli þjóðvegar og Norðurár, við fossinn Glanna. Aðkoman er rétt sunnan Viðskiptaháskólans að Bifröst. Hönnuður vallarins er Hannes Þorsteinsson. Forsvarsmenn félagsins, sem stofnað var í kringum völlinn, buðu til kynningar á Glanna í lok ágúst og var völlurinn þá spilaður í...

Framför í Öndverðarnesi

Framför í Öndverðarnesi

Það er ekki mjög langt síðan mér fannst Öndverðarnesið eða Múraravöllurinn eins og hann er oft kallaður, vera bara þokkalegur sveitavöllur. Það var ekkert sérstakt við völlinn, ekkert mjög gott í rauninni. En, nú er öldin önnur. Já, nú er Öndverðarnesið orðið alvöru „sveitavöllur" en það nafn nota ég á alla níu holu golfvelli, eða svona allt að því. Nafnið segir allt, staðsetning er utan þéttbýlis...

Þorláksvöllur kominn í 18 holur

Þorláksvöllur kominn í 18 holur

Þorláksvöllur er nú orðinn 18 holur, par-72, og er einn lengsti golfvöllur landsins. Hann er 6.233 metrar af hvítum teigum og 6.055 metrar af gulum teigum. Þar eru mjög langar par-5 brautir og sú lengsta af gulum teigum er 557 metrar. 18 holu völlurinn hefur ekki formlega verið opnaður, en spilað hefur verið á honum frá því í vor, svona meira til að sjá hvernig hann kemur út. Þurrviðrið það sem a...

Kiðjaberg einn af skemmtilegustu völlum landsins

Kiðjaberg einn af skemmtilegustu völlum landsins

Nýr 18 holu golfvöllur í landi Kiðjabergs var formlega opnaður um síðustu helgi, en frá því 1993 hefur þar verið 9 holu golfvöllur. Blaðamaður Kylfings.is var svo heppinn að leika völlinn á formlegum opnunardegi þegar nýi hluti vallarins var tekinn í notkun. Veðrið var eins og best var á kosið, 18 stiga hiti og logn, þegar Kristinn Kristinsson, formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, sló fyrsta höggið á n...

Kálfatjarnarvöllur kemur á óvart

Kálfatjarnarvöllur kemur á óvart

Kálfatjarnarvöllur, golfvöllur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, er völlur sem vert að gefa gaum. Hann er staðsettur mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar, liggur umhverfis Kálfatjarnarkirkju, aðeins 15 mínútna akstur frá Hafnarfirði. Völlurinn er 9 holur, par-70 og hefur verið breytt mikið síðustu tvö árin. Það sem kom undirrituðum mest á óvart, er hann spilaði völlinn á dögunum, var hve ve...

Upplifun að spila í Eyjum

Upplifun að spila í Eyjum

Golfklúbbur Vestmanneyja er þriðji elsti golfklúbbur landsins, stofnaður 1938, næst á eftir Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Akureyrar. Völlur Eyjamanna er í Herjólfsdal í hreint stórkostlegu umhverfi og það lætur engan ósnortin að spila þar og það fékk blaðamaður Kylfings.is að reyna á dögunum í blíðskaparveðri. Þó svo að völlurinn skarti ekki sínu besta í upphafi sumar, lofar hann góðu fyr...

Breytingar á Hólmsvelli fyrir Íslandsmótið

Breytingar á Hólmsvelli fyrir Íslandsmótið

Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hólmsvelli í Leiru í júlí í sumar. Golfklúbbur Suðurnesja ætlar að leggja mikinn metnað í mótið og standa að því með miklum myndarskap. „Markmiðið er að gera mótið hið glæsilegasta í alla staði, hvað varðar umgjörð fyrir áhorfendur og keppendur,“ sagði Gylfi Kristinsson, framkvæmdastjóri GS. Ákveðið hefur verið að þyngja völlinn og verður honum breytt í par 70...

Hartl Resort í Þýskalandi

Hartl Resort í Þýskalandi

Hverjum hefði dottið í hug að stærsta golf svæði (resort) í Evrópu væri í Þýskalandi. Þetta er ekki beint fyrsta landið sem ferðavönum kylfingum dettur í hug ef þá langar í golf í útlöndum. Hartl Resort í bænum Bad Griesbach er mitt á milli stórborgarinnar Munchen í Þýsklandi og Vínar í Austurríki og þar eru hvorki færri né fleiri en fimm golfvellir, þrír 9 holu og tveir 6 holu vellir fyrir börn....

Hertoginn í St. Andrews stendur undir nafni

Hertoginn í St. Andrews stendur undir nafni

Hvernig er að vera fyrsti og eini skógar- eða „inland“-völlurinn í Mekka linksarana? Hertoginn eða The Duke’s er með útsýni yfir gamla gráa bæinn og býður kylfingum upp á annars konar golf en þeir eiga að venjast á golfvöllum í St. Andrews. Völlurinn var opnaður 1995 af sjálfum hertoganum af York, Prince Andrew, en hann er góður kylfingur. Hönnuður vallarins var enginn annar en fimmfaldur Britis...

Kastalinn er glæsilegur og krefjandi - -sjöundi völlurinn í St. Andrews fjölskyldunni

Kastalinn er glæsilegur og krefjandi - -sjöundi völlurinn í St. Andrews fjölskyldunni

Kastalavöllurinn eða The Castle Course heitir sjöundi völlurinn í eigu St. Andrews samfélagsins og opnaði á vordögum 2008. Eins og forðum daga þegar bardagar voru háðir um og í kringum kastala þá er óhætt að segja að langt er síðan að nýr golfvöllur og Kastalinn hefur fengið jafn óblíðar móttökur gesta. Skoðanirnar um nýjustu afurð Skotans David McLay Kidd í Mekka golfsins, eru margar. Bloggsíður...

Isleworth – hinn erfiði heimavöllur Tigers

Isleworth – hinn erfiði heimavöllur Tigers

Það er sérstök tilfinning að vera á leiðinni á heimavöll Tigers. Til að leika þar þarf maður að þekkja einhvern íbúa í Isleworth hverfinu í Orlando en völlurinn ber sama heiti. Og það er ekki líklegt að maður þekki einhvern í Isleworth til að bjóða manni hring því þar búa aðallega stórstjörnur úr íþróttaheiminum og þekkt eða mjög efnað fólk. En við Íslendingar eigum það til að geta laumað okkur in...

Þorláksvöllur í flottu standi en lítið notaður

Þorláksvöllur í flottu standi en lítið notaður

Þorláksvöllur í Þorlákshöfn er í mjög góðu ásigkomulagi en sennilega einn minnst notaði 18 holu golfvöllur á landinu. Kylfingur.is heimsótti völlinn nýlega og það er skemmst frá því að segja að hann hefur sennilega aldrei verið betri. Flott gras á flötum og ástand allt hið besta. En það voru fáir að spila þrátt fyrir gott veður. Völlurinn hefur á undanförnum árum fengið þó nokkuð af heimsóknum með...

Selsvöllur tilvalinn í að fullkomna járnahöggin

Selsvöllur tilvalinn í að fullkomna járnahöggin

Golfklúbburinn Flúðir fagnar aldarfjórðungsafmæli sínu á þessu ári og fagnaði því með pompi og prakt fyrir skemmstu. Þrátt fyrir að vera hefðbundin sveitaklúbbur, þar sem félagatala er töluvert minni en hjá stóru klúbbunum á höfuðborgarsvæðinu, þá býr mikill metnaður meðal meðlima í GF og sést það helst á þeim glæsilega golfvelli sem klúbburinn hefur yfir að ráða. Selsvöllur er ólíkur flestum öðru...

Golf í Sv-Englandi - „linksarar“ sem bera aldurinn vel

Golf í Sv-Englandi - „linksarar“ sem bera aldurinn vel

Alvöru „linksarar“ í Sv-Englandi Á suðvesturströnd Englands undir nafninu Atlantic Links eru nokkrir hágæða golfvellir, allt strandvellir. Þeir eru á strandlengjunni í Norður-Cornwall og Norður-Devon og alla leið til Sommerset. Næsta stóra borg norðaustan við Sommerset í Englandi er Bristol sem margir ættu að kannast við. Í Sommerset horfir maður í norður yfir til Wales. Á þessu svæði, sem er nok...

Faldo og Palmer vellir á fimm stjörnu golfsvæði í Berlín

Faldo og Palmer vellir á fimm stjörnu golfsvæði í Berlín

Fyrir tuttugu árum síðan voru Þjóðverjar aftarlega á merinni í golfíþróttinni. Þeir höfðu að vísu einn súperkylfing sem var að hasla sér völl í heimi atvinnumanna, Bernhard Langer. Og hann var vítamínsprauta fyrir íþróttina í sínu heimalandi. Golfið hefur vaxið ár frá ári á undanförnum þremur áratugum og Sporting Club Berlin er eina fimm stjörnu golfsvæðið af sjötíu í Þýskalandi. Sport og Spa res...

Golfklúbburinn Kjölur fullorðnast árið 2011

Golfklúbburinn Kjölur fullorðnast árið 2011

Það ríkir mikil eftirvænting meðal meðlima Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ eftir að Hlíðavöllur verði loksins opnaður sem 18 holur. Fjórar nýjar golfholur verða teknar í notkun á næsta ári og er það mikið fagnaðarefni fyrir Kjalarmenn og íslenska kylfinga. Árið 2004 var hafist handa við að stækka völlinn í 18 holur. Sökum efnahagskreppunnar var slegið úr hraða framkvæmda en árið 2008 opnuðu fimm...

1000 bestu golfvellir heims

1000 bestu golfvellir heims

Ný bók, The Rolex World's Top 1000 Golf Courses, kom út í haust en í henni má finna samansafn af 1.000 bestu golfvöllum heims. Völlunum er ekki raðað frá 1000 og niður heldur er þeim gefin stig þar sem 75 er lægsta skor og 100 það hæsta. Alls eru 15 vellir sem hljóta 100 stig í bókinni sem nær til þúsund valla frá 65 löndum. Bókin er svo sannarlega eiguleg enda er hún um 1.200 blaðsíður. 362 golfv...

Þorláksvöllur verður styttur

Þorláksvöllur verður styttur

Kylfingar í Þorlákshöfn eru stórhuga fyrir golfsumarið sem er að hefjast og eru breytingar á vellinum í vændum. Þorláksvöllur er með lengstu golfvöllum landsins en af hvítum teigum er hann alls 6004 metrar. Völlurinn hefur þótt full erfiður fyrir hinn venjulega kylfing og hefur stjórn klúbbsins tekið þá ákvörðun að stytta völlinn af gulum teigum úr 5727 metrum niður í 5511 metrar. Völlurinn af gul...

Korpan verður betri í ár en í fyrra

Korpan verður betri í ár en í fyrra

„Ég er mjög sáttur með hvernig völlurinn kemur undan vetri,“ segir Ágúst Jensson, vallarstjóri á Korpúlfsstaðavelli sem var opnaður í gær með Innanfélagsmóti GR. Völlurinn þykir koma vel undan vetri og hafa flatir vallarins líklega ekki verið eins góðar á þessum árstíma í ára raðir. „Eftir að völlurinn kom illa undan vetri árin 2005, 2006 og 2007 þá höfum við unnið markvisst að því að koma nýrri g...

Urriðavöllur sjaldan litið betur út

Urriðavöllur sjaldan litið betur út

„Ég er mjög ánægður með völlinn og hann hefur sjaldan verið betri. Kylfingar hæla vellinum mjög mikið sem er ánægjulegt eftir erfitt vor,“ segir Emil Emilsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds um Urriðavöll sem hefur litið mjög vel út síðari hluta sumars. Mikil ánægja var með völlinn meðal keppenda í Chervolet mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór um síðustu helgi. „Það hefur verið óhemjumi...

Á döfinni að lengja Bakkakotsvöll

Á döfinni að lengja Bakkakotsvöll

„Afmælisárið hefur verið gott og Bakkakotsvöllur hefur sjaldan verið betri,“ segir Gunnar Ingi Björnsson, formaður Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsbæ. Klúbburinn fagnar 20 ára starfsafmæli sínu í ár og var líf og fjör hjá klúbbnum í allt sumar af þessu tilefni. Klúbburinn hefur yfir að ráða níu holu velli í Mosfellsbæ sem liggur í skemmtilegu landslagi. Félagar í klúbbnum eru í dag u.þ.b. 220 og er...

Húsatóftavöllur tekur stóra skrefið

Húsatóftavöllur tekur stóra skrefið

Húsatóftavöllur tekur stóra skrefið Golfklúbbur Grindavíkur fagnaði 30 ára afmæli sínu í haust og má með sanni segja að klúbburinn standi á tímamótum. Húsatóftavöllur mun formlega stækka í 18 holur næsta sumar en stækkun vallarins er á lokastigum og gætir nokkurrar eftirvæntingar meðal Grindvíkinga með að völlurinn fullorðnist í 18 holur. Afmælisdagurinn var haldinn með pompi og prakt þann 3. sep...

North Berwick: Á Íslendingaslóðum í Skotlandi

North Berwick: Á Íslendingaslóðum í Skotlandi

North Berwick: Á Íslendingaslóðum í Skotlandi Fyrir um fjörutíu árum síðan var fyrsta skipulagða golfferð frá Íslandi farin til Skotlands og var bærinn North Berwick á austurströndinni fyrir valinu. Tuttugu manna hópur á vegum verkefnisins Golfsumarið.is fór í helgarferð á þennan fræga golfstað í heimalandi íþróttarinnar, í október síðastliðinum. North Berwick er einn af nýjum áfangastöðum hj...