02.11.2016 15:41

Ólafía í videoviðtali í Abu Dhabi: Var að leika frábært golf

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segist hafa leikið glimrandi golf á fyrsta hringnum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open mótinu á Evrópumótaröð kvenna í Abu Dhabi.

Hún tileinkaði hringnum frænku sinni sem lést í gær en Ólafía lék á 7 höggum undir pari eða 65 höggum og er í forystu í mótinu.

Hún ræddi við sjónvarpsmenn eftir hringinn í dag og sagði að hún hafi verið að leika frábært golf, setja boltann nálægt pinna og púttið hefðu líka ratað ofan í.