08.02.2017 12:48

Ólafía á fyrsta LPGA mótinu á Bahamas - samantekt

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur hóf þátttöku sína á LPGA mótaröð kvenna í golfi á Paradísareyju á Bahamas í lok janúar. Kylfingur.is fylgdi henni eftir alla keppnisvikuna og Páll Ketilsson tók saman skemmtilegt innslag frá þessari frumraun hennar.