25.01.2017 20:01

Ólafía á Bahamas: „Hef fengið frábærar móttökur“

- Ólafía í videospjalli við kylfing.is á Bhamas

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hlakkar til fyrsta keppnisdagsins á Ocean vellinum á Paradísareyju á Bahamas á LPGA mótaröðinni. Hún segir draum orðinn að veruleika, að komast inn á mótaröðina. Hún segist hafa fengið frábærar móttökur hjá eldri stórstjörnum og hlakkar til keppnistíðarinnar. Ólafía er á teig á fimmtudagsmorgun kl. 8.22 og er í ráshópi með stórstjörnunum Chayenne Woods og Natalie Gulbis.

Páll Ketilsson ræddi við Ólafíu á síðasta æfingadegi á Bahamas um undirbúninginn og spurði m.a. hvernig mótttökur hún hafi fengið.

Ólafía með Mo Martin á Bahamas, en hún sigraði á Opna breska mótinu í fyrra. kylfingur.is/pket.