08.01.2015 00:01

Goodwood er nýr og áhugaverður áfangastaður hjá GB ferðum

Fjölmargir íslenskir kylfingar hafa nýtt sér þjónustu GB ferða í golfferðum á undanförnum árum. GB ferðir bjóða nú upp á nýjan og spennandi áfangastað á Englandi sem uppfyllir allar kröfur hjá kylfingum og gott betur. Goodwood er fallegt golfhótel á draumastað í ensku sveitini og þar er að finna Downs völlinn sem er á meðal 100 bestu golfvalla Englands.

James Braid hannaði völlinn árið 1914 en Braid hefur skilið eftir sig eftirminnilega golfvelli og má þar nefna Carnustie völlinn þar sem Opna breska meistaramótið hefur farið nokkrum sinnum fram. Braid hannaði einnig Kings og Queens vellina sem eru á Gleneagles golfvallasvæðinu og gæðin á Downs vellinum eru því óumdeild.

Á hinu glæsilega golfhóteli eru 91 herbergi, heilsulind, tveir mjög góðir golfvellir, frábært klúbbhús og æfingasvæði. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá golfvöllunum sem eru í boði á Goodwood og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu GB-ferða.

Golf at Goodwood - Sample Promo from FlyThroughVideo on Vimeo.