21.07.2016 10:47

GolfTV: Sjáið vippin hjá Ólafíu og Þórði

Þórður Rafn Gissurarson GR og Ólafía Þ. Kristinsdóttir, GR, sýndu snilldar tilþrif í bráðabana um sigurinn á Pro/Am móti á Jaðarsvelli á Akureyri sem er nokkurs konar upphitun fyrir Íslandsmótið. Þau léku bæði á 3 undir pari og háðu skemmtilegan bráðabana þar sem Þórður hafði betur.
Bráðabaninn fór fram við 18. flöt og vorlu þau látin vippa á erfiðum stað yfir glompu. Ólafía gerði fyrst og sló glæsilegt högg inn að pinna. Presan var nú á Þórði sem svaraði því með því að leggja einnig upp að pinna. Litlu munaði á höggunum og þurfti að mæla hversu langt boltarnir voru frá holu. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GA mætti með tommustokkinn og var Ólafía 87,5 sm. frá holunni og Þórður 85 sm. Litlu munaði en Þórður hafði betur.

Hér er myndskeið frá bráðabananum.