31.05.2016 08:00

GolfTV: 5 bestu högg helgarinnar á PGA mótaröðinni

Dean & Deluca mótið fór fram um helgina á PGA mótaröðinni. Jordan Spieth sló í gegn en hann sigraði með þremur höggum þökk sé frábærum fuglum á þremur síðustu holunum. Harris English varð annar en hann gat ekki annað en hlegið af ótrúlegum endaspretti Spieth.

Eins og svo oft áður á mótaröðinni eru fjölmörg góð tilþrif en PGA Tour setti saman fimm bestu högg Dean & Deluca mótsins.

Þar má sjá menn á borð við Spieth, Harris English og Brandt Snedeker. Hér að neðan er myndbandið.