17.08.2016 14:24

Belfry slær í gegn hjá Íslendingum

Íslenskir kylfingar hafa tekið Rydervöllinn Belfry í Birmingham á Englandi með trompi og á þessu ári hafa þegar nokkur hundruð sótt golfsvæðið heim og nokkur hundruð eru á leiðinni. Belfry er sannkallaður óskastaður kylfingsins því þar er nær allt sem hann vill fá í golfferðinni sinni - flottir golfvellir og allt til alls sem snýr að golfi og jafnvel rúmlega það. kylfingur.is kíkti á Belfry og hér er árangurinn úr þeirri ferð sem farin var vorið 2016.