Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar

Það var nóg um fína drætti um helgina á mótum á vegum PGA sambandsins. Það var C.T. Pan sem fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu en þetta var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni.

Yfir fimm bestu högg helgarinnar átti Pan þriðja besta högg helgarinnar. Á listanum er að finna högg frá Jordan Spieth, Matt Kuchar, Dustin Johnson og að lokum er högg frá Kent Jones.

Jones gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Mitsubishi Electric mótinu en það er hluti af PGA Champions mótaröðinni. Höggið var að sjálfsögðu besta högg helgarinnar.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is