Bowditch tekinn við að keyra fullur

Ástralinn Steven Bowditch var í gær, föstudag, handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis en það er tímaritið Arizona Republic sem greinir frá þessu.

Samkvæmt lögregunni í Scottsdale fékk lögreglan hringingu frá manni sem hafði séð mann á hvítum bíl keyra óeðlilega um götur borgarinnar. Þegar lögreglan mætti á svæðið var bíllinn stopp við grænt ljós og þurfti lögreglan að vekja Bowditch.

Steven Bowditch hefur tvisvar sigrað á PGA mótaröðinni á sínum ferli, síðast á Byron Nelson mótinu árið 2015.


Bowditch var ekki í sínu besta ástandi þegar hann var handtekinn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is