Yngsti leikmaðurinn til að spila undir aldri á PGA mótaröðinni

Það að ná að spila á aldrinum sínum, eða betur, er ansi mikið afrek. Ef einhver spilar á aldrinum sínum, þá er það að mjög vel gert, sama hvort að það sé milli 60 og 70 högg, milli 70 og 80, 80 og 90 eða 90 og 100.

Það er því gaman að komast að því hver er yngsti kylfingurinn í sögu PGA mótaraðarinnar sem hefur spilað á aldrinum sínum eða undir honum. 

Yngsti kylfingurinn til þess að gera það er enginn annar en Sam Snead, en hann á ansi mörg met á PGA mótaröðinni.

Snead varð yngsti og fyrsti leikmaðurinn í sögu mótaraðarinnar til að spila á aldrinum sínum eða betur þegar að hann spilaði fyrsti hringinn á Quad Cities Open mótinu árið 1979 á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Þá var hann 67 ára gamall. Tveimur dögum síðar bætti hann metið aftur þegar að hann spilaði á 66 höggum. 

Eftir hringina var Snead ekki eins hissa og fjölmiðlar

„Mér líður ekkert öðruvísi en fyrir 10 árum. Ég er kannski aðeins þyngri núna.“

Önnur met sem Snead á eru meðal annars:
- Flestir sigrar á PGA mótaröðinni (82)
- Flestir sigrar á einu móti: 8 sigrar á Greater Greensboro Open (1938, 1946, 1949, 1950, 1955, 1956, 1960, 1965). Tiger hefur jafnað metið tvisvar með átta sigrum á Arnold Palmer Invitational og WGC-Bridgestone Inviational
- Elsti maður til að sigra á PGA mótaröðinni (52 ára, 10 mánaða og 8 daga)
- Elsti kylfinugurinn til að komast í gegnum niðurskurðinn á risamóti: 67 ára, 2 mánaða og 7 daga gamall þegar að hann komst í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu árið 1979.