Woods kokhraustur: Horfðu bara á sigrana

Tiger Woods var gestur í NBA þætti á dögunum þar sem hann ræddi við þá Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson um einvígi þeirra Phil Mickelson sem fer fram 23. nóvember næstkomandi.

Woods svaraði nokkrum spurningum frá körfuboltasérfræðingunum og hefur ein þeirra vakið sérstaka athygli en þá var hann spurður hvort hann gæti komist í hausinn á Mickelson í einvíginu.

„Ég er búinn að vera í hausnum á Mickelson í rúmlega 20 ár. Horfðu bara á W tölurnar [fjöldi sigra].“ sagði Woods og hló og benti sérfræðingunum á að hann væri með töluvert fleiri sigra í atvinnugolfinu en Mickelson.

Woods var sömuleiðis spurður að því hvenær hann ætlaði að raka á sér hárið og hvor yrði á undan að gera það, hann eða Jordan Spieth.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is