Woods í ógnarsterku holli á Opna bandaríska mótinu fyrstu tvo hringina

Rástímar fyrir fyrstu tvo hringina á Opna bandaríska mótinu voru opinberaðir í gær. Mótið fer fram dagana 14.-17. júní á Shinnecock golfvellinum. 

Ráshópurinn sem vakti hvað mesta athygli er ráshópur Tiger Woods en hann mun leika með þeim Justin Thomas og Dustin Johnson. Þessir þrír kylfingar eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti verið í efsta sæti heimslistans.  

Woods var á sínum tíma í 683 vikur í efsta sæti heimslistans og er það lengsta dvöl kylfings frá stofnun listans. Dustin Johnson var í 64 vikur í efsta sæti heimslistans allt þar til fyrir fjórum vikum þegar Justin Thomas náði sætinu af honum. Þá hefur Woods sigrað á Opna bandaríska mótinu þrisvar sinnum á sínum ferli og Johnson einu sinni.

Helstu hollin á Opna bandaríska mótinu eru eftirfarandi:

12:02* Rory McIlroy, Jordan Spieth og Phil Mickelson

17:14 Sergio Garcia, Jon Rahm og Rafa Cabrera Bello

17:25 Tommy Fleetwood, Francesco Molinari og Alexander Noren

17:47 Justin Thomas, Dustin Johnson, Tiger Woods

11:40 Bubba Watson, Jason Day og Brooks Koepka

17:47 Henrik Stenson, Adam Scott og Martin Kaymer

*Að íslenskum tíma á fimmtudaginn.


Justin Thomas.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is