Wiesberger dregur sig úr leik á Opna mótinu

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger verður ekki með á Opna mótinu sem fer fram dagana 19.-22. júlí á Carnoustie vellinum í Skotlandi.

Í tilkynningu frá R&A kemur fram að Wiesberger sé meiddur og því fái Bandaríkjamaðurinn Andrew Landry sæti á mótinu í hans stað.

Næstu þrír á biðlista inn á þetta sögufræga mót eru eftirfarandi kylfingar:

1. Keegan Bradley

2. Adrian Otaegui

3. Aaron Wise

Ísak Jasonarson
isak@vf.is