Webb Simpson jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass

Webb Simpson gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass vellinum á öðrum hring Players mótsins. Simpson er í efsta sæti eftir daginn á samtals 15 höggum undir pari.

Hann hóf leik á fyrstu holu á öðrum hringnum og gerði hann sér lítið fyrir og fékk örn strax á annarri holu dagsins. Hann bætti við þremur fuglum á holum fimm, sjö og níu á fyrri níu holunum og var þá á fimm höggum undir pari.

Síðari níu holurnar byrjaði hann á að fá par, en síðan kom sex holu kafli þar sem að hann fékk fugl á öllum holunum. Hann var því kominn á 11 högg undir par og átti möguleika á að leika á 59 höggum með fugli á 17. og 18. braut. Hann varð aftur á móti að sætta sig við tvöfaldan skolla á 17. holunni, en hann sló yfir grínið ofan í vatn. Par á 18. tryggði honum jöfnun á vallarmetinu.

Því er hægt að segja að hann kastaði vallarmetinu frá sér á síðustu metrunum. Engu að síður frábær hringur hjá Simpson, en skorkortið má sjá hér að neðan.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.