Vikar og félagar enduðu í 17. sæti á Havaí

Vikar Jónasson, GK, og félagar hans í Southern Illinois golfliðinu enduðu í 17. sæti á Kaanapali Collegiate Classic mótinu sem fór fram dagana 2.-4. nóvember í bandaríska háskólagolfinu.

Vikar lék sinn besta hring á lokadegi mótsins þegar hann kom inn á höggi undir pari. Fyrstu tvo hringina hafði hann leikið á 5 höggum yfir pari eða 76 höggum.

Southern Illinois lék samtals á 20 höggum yfir pari í mótinu og endaði í 17. sæti í liðakeppninni af 20 liðum. Vikar endaði í 92. sæti af 116 kylfingum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is