Verkefnið er stressandi og spennandi
- segir Haraldur Fraklín sem verður í sviðsljósinu á The OPEN á Carnoustie í Skotlandi
„Þetta er einn erfiðasti og flottasti linksvöllur í heimi. Verkefnið er stressandi og spennandi. Ég hef bara jákvæða hluti að segja um þetta. Hef því miður aldrei komist á neitt í líkingu viđ þetta mót og veit ekki við hverju að búast,“ segir Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR og Íslandsmeistari í höggleik 2012. Haraldur lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á Hvaleyri í fyrra en tapaði í umspili við Axel Bóasson.
Haraldur náði þeim magnaða árangri að vinna sér þátttökurétt á Opna mótinu þegar hann varð annar í úrtökumóti sem haldið var á Princes vellinum í S-Englandi en hann lék 36 holurnar á -2. Tveir aðrir kylfingar unnu sér þátttökurétt, Englendingurinn Tom Lewis (-3) og tvöfaldur meistari á Opna bandaríska mótinu, S-Afríkukylfingurinn Retief Goosen (-1). Opna mótið fer fram að þessu sinni á Carnoustie vellinum á miðri austurstönd Skotlands. Flestir eru sammála um að völlurinn sé sá erfiðasti á opna „hringnum“.
Eftirminnilegt er þegar Frakkinnn Jean Van DeVelde henti frá sér sigrinum árið 1999. Hann var með þriggja högga forskot fyrir lokaholuna en tókst á ótrúlegan hátt að leika hana á þremur yfir pari, 7 höggum og það með einpútti. Hreint magnað.
Síðast þegar leikið var á Carnoustie, árið 2009, sigraði Írinn Patraig Harrington eftir óvæntan bráðabana við Spánverjann Sergio Garcia.
Haraldur hefur náð ágætum árangri á Nordic Golf mótaröðinni en hefur einnig leikið annars staðar. Hans markmið fyrir úrtökumótið í Englandi var nokkuð skýrt að hans sögn.
„Ég fór á Princes međ markmið að komast í gegn. Annars er til lítils ađ keppa. Spilaði bara nokkuđ stöðugt. Engin rosa „highlights“ og engin stór mistök. Hef gaman að því ađ spila par golf. Og þetta hentaði vel.“
En stemmningin á svona úrtökumótum er sérstök en gefa tækifæri eins og núna þegar Haraldur komst inn á Opna mótið.
„Svona úrtökumót er rosa spurning um sambland af vilja og dagsformi,“ segir kappinn sem hefur með þessum árangri skrifað nýjan kafla í golfsögu Íslands.
Carnoustie golfvöllurinn þykir sá erfiðasti á Opna hringnum.
-
-
Myndband: Hola í höggi hjá Holmes
Fréttir 15.02.2019 -
Myndband: Tiger fékk fjóra fugla í röð
Fréttir 15.02.2019 -
Sigurður Bjarki komst áfram í Portúgal
Fréttir 15.02.2019
-
-
-
Myndband: Woods líklega áfram eftir frábært pútt
Fréttir 16.02.2019 -
Lokahringur upp á 72 högg hjá Sigurði Bjarka í Portúgal
Fréttir 16.02.2019 -
Guðmundur Ágúst og félagar hefja leik á morgun
Fréttir 16.02.2019 -
PGA: Leik frestað vegna myrkurs | Tveir jafnir á toppnum
Fréttir 16.02.2019 -
LPGA: Korda með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn
Fréttir 16.02.2019 -
Myndband: Guðmundur vann sér inn vel yfir milljón krónur
Fréttir 15.02.2019 -
Sigurður Bjarki komst áfram í Portúgal
Fréttir 15.02.2019 -
Myndband: Leik frestað og öll skor ógild á PGA mótaröðinni
Fréttir 14.02.2019 -
Myndband: Tiger fékk fjóra fugla í röð
Fréttir 15.02.2019 -
Myndband: Hola í höggi hjá Holmes
Fréttir 15.02.2019 -
Sigurður Bjarki góður í Portúgal
Fréttir 14.02.2019 -
Evrópumótaröð karla: Komið á hreint hvaða 24 kylfingar komast áfram
Fréttir 16.02.2019
-
-
-
Rúnar lenti í hremmingum á 18. flötinni
GolfTV 27.07.2018 -
Haraldur Franklín gerir upp Opna mótið: Hefði viljað nýta tækifærið betur
GolfTV 25.07.2018 -
LPGA kylfingur sló vindhögg í móti
GolfTV 11.07.2018 -
GolfTV 20.04.2018
-
GolfTV 05.04.2018
-
Afastrákur Nicklaus fór holu í höggi á Masters
GolfTV 05.04.2018 -
World Golf Awards - VITAgolf besta íslenska golfferðaskrifstofan þrjú ár í röð
GolfTV 28.11.2017 -
Hér um bil öðruvísi „fugl“ á fimmtu í Leirunni - video
GolfTV 27.10.2017 -
Myndbönd: Tveir íslenskir golfvellir frá nýju sjónarhorni
GolfTV 17.09.2017 -
GolfTV 07.09.2017
-
Ragnhildur: „Erfitt að halda boltanum í leik í hrauninu“
GolfTV 22.07.2017 -
Fannar Ingi enn og aftur í vandræðum á 18. holu - viðtal
GolfTV 22.07.2017
-