Vel heppnuð sýnikennsla hjá Anniku Sörenstam á Nesvelli

Hin magnaða Annika Sörenstam bauð upp á golf sýnikennslu fyrir almenning á Nesvellinum í gær fyrir framan fjölda áhorfenda sem fylgdust vel með því sem fram fór.

Margfaldur Íslandsmeistari kvenna og PGA kennari, Ragnhildur Sigurðardóttir, bauð Anniku velkomna og Ólafur Loftsson, margfaldur NK meistari og Íslandsmeistari karla tók þátt með Anniku.

Veðrið var með ágætum þrátt fyrir lítilsháttar rigningu og höfðu gestir mikinn áhuga á að heyra frá því sem að sænska golfstjarnan hafði fram að færa.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri GSÍ, tók af viðburðinum.

 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is