Vel heppnað styrktarmót Ólafíu Þórunnar og KPMG

Styrktarmót Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttir og KPMG, sem fór fram á Leirdalsvelli á þriðjudaginn, þótti vel heppnað þrátt fyrir mikla úrkomu á köflum. Auk Ólafíu mættu til landsins fjórir LPGA kylfingar, þær Sandra Gal, Vicky Hurst, Gaby Lopez og Tiffany Joh en samtals hafa þær stöllur þénað yfir 720 milljónir á ferlinum. Morguninn fyrir mót slasaðist Gaby á æfingu og tók Valdís Þóra hennar pláss í mótinu. Auk LPGA kylfinganna voru 12 íslenskir afrekskylfingar skráðir til leiks.

21 fyrirtæki sendi þátttakendur í mótið og var leikfyrirkomulagið þannig að eitt lið samanstóð að fjórum einstaklingum og spiluðu þeir besta bolta sín á milli. Einn atvinnumaður eða afrekskylfingur spilaði með hverju holli og til að tryggja það að öll lið fengju að spila með atvinnumanni þá róteruðu þeir á fjögurra eða fimm holu fresti. Ólafía Þórunn lék svo 13. holuna með öllum keppendum mótsins.

Að loknu móti fengu þátttakendur svo kvöldverð frá Vigni vert í Mulligan. Erlendu gestirnir auk Ólafíu Þórunnar og svöruðu spurningum frá fréttamönnum og keppendum. Barnaspítali Hringsins fékk jafnframt veglega ávísun upp á 4 milljónir króna sem söfnuðust í mótinu.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Liðakeppnni

1.    sæti, lið Tryggingamiðstöðvarinnar á 57 höggum (-8 seinni níu)

·       Þórir Bragason

·       Alfreð Örn Lilliendahl

·       Jóhann Helgi Ólafsson

·       Viðar Guðmundsson

2.    sæti lið Landsbankans á 57 höggum (-6 seinni níu)

·       Siggeir Vilhjálmsson

·       Pétur Bjarni Guðmundsson

·       Albert Guðmann Jónsson

·       Ólafur Magnús Magnússon

Keppni atvinnumanna og afrekskylfinga

Sandra Gal -4
Hlynur Bergsson -2

Neðst í fréttinni eru myndir sem teknar voru á mótinu.

 

Charity day 😃 @kpmggolf #iceland

A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is

Ólafía með Jóni forstjóra KPMG með ávísunina góðu.