Veðbankar telja Tiger líklegan til afreka á Masters

Þrátt fyrir slæmar vikur á golfvellinum er Tiger Woods enn talinn líklegastur til sigurs á Masters mótinu sem fer fram á Augusta National vellinum í apríl á næsta ári.

Stuðullinn á Woods var 9-1 áður en hann keppti í einvíginu við Mickelson og endaði í næst síðasta sæti á Hero World Challenge um helgina en hann er engu að síður talinn sigurstranglegastur.

Stuðullinn á Woods er 12-1 í dag hjá veðbönkum vestanhafs sem er sá sami og hjá Jordan Spieth og Justin Rose.

Tiger Woods hefur ekki sigrað á Masters frá því árið 2005 á meðan Spieth vann árið 2015. Báðir deila þeir lægsta skorinu í mótinu frá upphafi, -18.

Fjórir kylfingar eru með stuðulinn 14-1, þeir Dustin Johnson, Brooks Koepka, Rory McIlroy og Justin Thomas.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is