Valdís Þóra um miðjan hóp eftir fyrsta hring

Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag leik á Lalla Meryem Cup mótinu en það er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Hún kom í hús á 76 höggum og er því um miðjan hóp eftir daginn.

Fyrri níu holurnar reyndust Valdísi erfiðar en hún hóf leik á 10. braut. Á þeim fékk hún tvo skolla, einn skramba og restina pör og var því komin fjögur högg yfir par eftir níu holur. Hún náði aðeins að klóra í bakkann á síðari níu holunum og lék þær á höggi undir pari.

Hringinn lék Valdís því á 76 höggum eða þremur höggum yfir pari og er eftir daginn jöfn í 70 sæti. Ekki hafa allar lokið leik og getur því staðan breyst eitthvað.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is