Valdís Þóra meðal nýliða sem LET telur líklegasta til árangurs

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfinur úr GL, tryggði sér á ótrúlegan hátt keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu, LET mótaröðina, í desember þegar hún endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu.

Á mánudaginn gaf LET út lista af nýliðum sem þykja hvað líklegastir til að ná árangri á árinu. Þeirra á meðal eru Madelene Sagstrom, Madelene Stavnar, Frida Gustafsson Spang, Celine Borge, Sarah Nilsson, Josefin Odenring og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra er með þátttökurétt á fyrsta móti ársins sem fer fram í Ástralíu snemma í febrúar. Hún er þriðji íslenski kylfingurinn sem hefur náð keppnisrétti LET mótaröðinni en áður hafa þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ólöf María Jónsdóttir náð þeim árangri.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is