Valdís Þóra með á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er á meðal keppenda á Australian Ladies Classic sem fer farm dagana 21.-24. febrúar í Ástralíu. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna þar sem Valdís er með fullan keppnisrétt.

Leikið er á Bonville golfsvæðinu líkt og í fyrra þegar Valdís náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni þar sem hún endaði í 3. sæti.

Fyrsti hringur mótsins í ár fer fram á fimmtudaginn og verður Valdís með hinni spænsku Elia Folch og Britteney Dryland frá Austurríki í holli. Þær hefja leik klukkan 12:50 að staðartíma eða klukkan 01:50 á íslenskum tíma.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Bonville mótið í Ástralíu er annað mót tímabilsins á Evrópumótaröð kvenna. Fyrsta mótið, Fatima Bint Mubarak Ladies Open, fór fram 10.-12. janúar. Þar komst Valdís ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is