Valdís Þóra lék lokahringinn á 76 höggum

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, náði sér ekki almennilega á strik á lokahringnum á Investec SA Women's Open mótinu sem fram fór á Evrópumótaröð kvenna í dag. Valdís lék á 4 höggum yfir pari og endaði mótið í 21. sæti.

Valdís Þóra hóf leik á 1. teig í morgun og fékk alls fimm skolla og einn fugl á hringnum. Hún endaði mótið því samtals á 3 höggum yfir pari og í 21. sæti.

Heimakonan Ashleigh Buhai stóð uppi sem sigurvegari í mótinu en hún lék hringina þrjá samtals á 9 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is