Valdís Þóra lék aftur á tveimur höggum yfir pari

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék annan hringinn á Opna indverska mótinu á 74 höggum eða 2 höggum yfir pari og er samtals á 4 höggum yfir pari í mótinu. Valdís er alveg við niðurskurðarlínuna að tveimur hringjum loknum en hún kemst áfram ef staðan breytist ekki.

Valdís lék fyrri níu holurnar í dag á pari vallarins eftir einn skolla og einn fugl. Á seinni níu fékk hún skolla á 15. og 17. holu og lauk því leik á tveimur höggum yfir pari. Hún er jöfn í 60. sæti þegar fréttin er skrifuð sem verður líklega nóg til þess að komast áfram.

Michele Thompson er í efsta sæti á 10 höggum undir pari. Hún lék magnað golf á þriðja hringnum og kom inn á 8 höggum undir pari. Aditi Ashok, sem hefur titil að verja í sínu heimalandi, er ekki langt frá efstu kylfingum. Ashok er á 3 höggum undir pari eftir 12 holur á öðrum hring.


Skorkort Valdísar.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is