Valdís Þóra lék á 73 höggum í Indlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk í nótt leik á Hero Women´s Indian Open mótinu, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Lokahringurinn var besti hringurinn hjá Valdísi í mótinu og endaði hún mótið jöfn í 49. sæti.

Valdís hóf leik á 10. holu í dag og byrjaði hringinn af miklum krafti. Hún fékk fugl á fyrstu tvær holurnar, en fylgdi því þó eftir með að fá skolla á þriðju braut dagsins. Einn skolla leit dagsins ljós á fyrri níu holunum til viðbótar og lék hún því fyrsti níu holurnar á parinu.

Á síðari níu holunum var Valdís komin á eitt högg undir par, eftir tvo fugla á holum fjögur og sex. Tveir skollar undir lokin olli því að Valdís lék hringinn á einu höggi yfir pari, eða 73 höggum. Eins og áður sagði endaði hún mótið jöfn í 49. sæti á samtals fimm höggum yfir pari. 

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.