Valdís Þóra hefur leik klukkan 11:30 á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik í dag á Estrella Damm mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram á Terramar vellinum á Spáni.

Þetta er þriðja mótið sem Valdís Þóra tekur þátt á LET Evrópumótaröðinni en hún hefur endað í 51. og 50. sæti á fyrstu tveimur mótunum og komist í gegnum niðurskurðinn á þeim báðum. 

Valdís hefur leik klukkan 11:30 í dag en hún leikur með Silvia Banon frá Spáni og Madelene Stavnar frá Noregi fyrstu tvo keppnisdagana.

Skorið verður uppfært á heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Smelltu hér til að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is