Valdís Þóra hefur leik í Suður-Afríku á morgun

Investec SA Women's Open mótið hefst á morgun, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal keppenda. 

Leikið er á Westlake vellinum sem er staðsettur sunnan við Höfðaborg. Valdís hefur leik klukkan 7:30 að staðartíma, en það er 5:30 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Emilie Piquot og Bonita Bredenhann og hefja þær leik á 10. braut.

Valdís er búin að leika á fjórum mótum það sem af er þessu ári á Evrópumótaröðinni og er hún í 10. sæti stigalistans eftir þessi fjögur mót. Hennar besti árangur kom í Ladies Classic Bonville mótinu, en þar endaði hún í þriðja sæti.

Kylfingur.is mun að sjálfsögðu flytja fregnir af gengi Valdísar á morgun. Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.