Valdís Þóra hefur leik í Suður-Afríku á fimmtudaginn

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er mætt til Suður-Afríku þar sem mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna fer fram. Mótið ber heitið Investec SA Women's Open og fer fram dagana 14.-16. mars.

Valdís fer inn í mótið full sjálfstrausts en hún endaði í 5. sæti í móti síðustu helgar í Ástralíu sem er hennar besti árangur á tímabilinu.

Staðartími í Suður-Afríku er tveimur tímum á undan íslenskum tíma og fer Valdís því af stað klukkan 10:00 á fimmtudaginn. Hún er í holli með þeim Kim Williams og Laura Fuenfstueck í holli fyrstu tvo dagana.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is