PGA: Hossler og Streelman jafnir eftir fyrsta hringinn í Kaliforníu

Fyrsti hringur AT&T Pebble Beach Pro/Am mótsins fór fram í dag við fínar aðstæður. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni en leikið er á þremur golfvöllum í Kaliforníu, Pebble Beach, Spyglass Hill og Monterey Peninsula.

Bandaríkjamennirnir Kevin Streelman og Beau Hossler léku manna best á fyrsta hringnum og komu inn á 7 höggum undir pari. Streelman lék á Spyglass vellinum en Hossler á Pebble Beach.

Streelman og Hossler eru með eins höggs forystu á næstu kylfinga en alls deila þrír kylfingar öðru sætinu.

Dustin Johnson lék fyrsta hringinn á 5 höggum undir pari og er meðal efstu kylfinga. Höggi á eftir honum er Norður-Írinn Rory McIlroy sem leikur á sínu fyrsta móti á PGA mótaröðinni í ár.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is