Valdís Þóra fer af stað klukkan 22:53 á lokahringnum

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er í 3. sæti fyrir lokahringinn á Women's NSW Open mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð kvenna.

Valdís var í forystu eftir tvo hringi en lék þriðja hringinn á höggi yfir pari og er nú tveimur höggum á eftir þeim Meghan MacLaren og Lynn Carlsson. Nánar er hægt að lesa um það með því að smella hér.

Fjórði og síðasti hringur mótsins hefst fljótlega en staðartími í Ástralíu er 11 tímum á undan íslenskum tíma. Valdís fer út klukkan 9:53 að staðartíma eða klukkan 22:53 að íslenskum tíma. Hún verður í holli með þeim Rebecca Artis frá Ástralíu og Karolin Lampert frá Þýskalandi.

Takist Valdísi að sigra á mótinu í nótt verður það í fyrsta skiptið sem Íslendingur sigrar á þessari sterkustu mótaröð Evrópu.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is