Valdís Þóra á þremur höggum yfir pari á fyrsta hring

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf leik í dag á lokamóti Evrópumótaraðarinnar, Omega Dubai Ladies Open, sem fer fram í Dubai. 

Flestir af bestu kylfingum mótaraðarinnar eru skráðir til leiks og munu úrslit stigalistans ráðast í mótinu. 

Valdís Þóra, sem var í 50. sæti stigalistans fyrir mótið, lék fyrsta hringinn á 3 höggum yfir pari og er jöfn í 85. sæti þegar fréttin er skrifuð af 108 kylfingum. Valdís hóf leik á 10. teig og fékk alls þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla á tvo fugla á hring dagsins.


Skorkort Valdísar.

Supamas Sangchan fór best af stað í morgun og er í efsta sæti á 5 höggum undir pari. Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu.

Hér er hægt að sjá allar helstu upplýsingar um mótið.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is