Valdís og Ólafía báðar í eldlínunni um helgina

Atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verða báðar í eldlínunni á sterkustu mótaröðum heims um helgina. 

Valdís Þóra hefur leik á morgun á Evrópumótaröð kvenna á Ladies European Thailand Championship. Mótið fer fram á Phoenix vellinum í Tælandi og fer Valdís út í fyrsta holli kl. 7:00 að staðartíma. Leiknir eru fjórir hringir í mótinu sem lýkur á sunnudaginn.

Hér verður hægt að fylgjast með Valdísi í beinni.

Ólafía Þórunn heldur áfram að leika á LPGA mótaröðinni og er nú komið að Walmart mótinu sem fer fram dagana 22.-24. júní. Í þetta skiptið eru einungis leiknir þrír hringir en mótið er það 15. í röðinni hjá Ólafíu. Fyrir mótið er Ólafía í 125. sæti á stigalista mótaraðarinnar og þarf því á góðum árangri að halda fyrir framhaldið.

Hér verður hægt að fylgjast með Ólafíu í beinni.


ValdísÞóra Jónsdóttir.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is