Valdís lék fyrsta hringinn á 74 höggum

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék fyrsta hringinn á Investec SA Women’s Open á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er jöfn í 19. sæti þegar fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.

Valdís Þóra hóf leik á 10. teig og var á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlegar fyrri níu þar sem hún fékk tvo tvöfalda skolla og tvo fugla.

Á seinni níu fékk svo Valdís tvo fugla í viðbót og tvo skolla og lauk því leik á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Líkt og áður hefur komið fram er Valdís jöfn í 19. sæti þegar tæplega helmingur keppenda á eftir að hefja leik á fyrsta hringnum og því getur margt breyst. Hún er þó í fínum málum því besta skor dagsins er einungis tvö högg undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is