Valdís endaði í 5. sæti í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, endaði í 5. sæti á Women's NSW Open mótinu sem fór fram í Ástralíu dagana 7.-10. mars á Evrópumótaröð kvenna.

Eftir magnaða byrjun, þar sem Valdís lék fyrsta hringinn á 8 höggum undir pari, lék hún næstu þrjá hringi samtals á 2 höggum yfir pari og endaði að lokum á 6 höggum undir pari í 5. sætinu.

Þetta er einn besti árangur Valdísar á mótaröðinni frá upphafi og kemur á fínum tíma en hún hafði ekki byrjað tímabilið nógu vel.

Meghan MacLaren stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á 12 höggum undir pari.

Næsta mót á dagskrá hjá Valdísi Þóru er Investec South African Open sem fer fram dagana 14.-16. mars.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is