Úrtökumótin: Axel komst ekki áfram í Portúgal

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, féll í dag úr leik í úrtökumótunum fyrir Evópumótaröð karla en hann keppti í 1. stigs úrtökumóti sem fram fór í Portúgal.

Axel lék lokahringinn á 7 höggum yfir pari en hann hefði líklega þurft að leika á 7 eða 8 höggum undir pari til þess að eiga möguleika á að komast áfram á næsta stig.


Skorkort Axels í mótinu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Axel var fimmti íslenski kylfingurinn sem tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla í haust. Áður höfðu þeir Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson allir spreytt sig. Haraldur er sá eini sem er kominn áfram á annað stigið.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is