Tveir jafnir í forystu fyrir lokahringinn á Mauritius Open

Kurt Kitayama og Justin Harding eru jafnir á toppnum eftir þrjá hringi á AfrAsia Bank Mauritius Open sem fer fram á Evrópumótaröð karla. Báðir eru þeir á 16 höggum undir pari.

Harding stal senunni á þriðja keppnisdegi en hann lék á 8 höggum undir pari. Kylfingarnir tveir eru báðir í leit að sínum fyrsta sigri á mótaröðinni.

Chikkarangappa, Kawamura og Pavon koma næstir á 13 höggum undir pari.

Ernie Els, sem hannaði völlinn sem keppt er á, er á 6 höggum undir pari í 27. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is