Tumi og Marianna klúbbmeistarar GA árið 2018

Meistaramót GA fór fram dagana 4.-7. júlí á Jaðarsvelli og lauk því með lokahófi og verðlaunaafhendingu. Keppendur fengu að spila í alls konar veðri yfir alla fjóra dagana og skartaði Jaðar sínu öllu fegursta. Flottir taktar sáust á mótinu í ár þar sem helst ber að nefna þá Patrik og Rúnar sem tókst báðum að fara holu í höggi á fyrsta degi mótsins og þá spiluðu margir keppendur glæsilega hringi.

Klúbbmeistarar GA þetta árið eru þau Marianna Ulriksen og Tumi Hrafn Kúld en hann Tumi kom einkum sterkur til baka eftir erfiða byrjun á mótinu.

Meistaraflokkur kvenna

Marianna Ulriksen – 352 högg

Meistaraflokkur karla

Tumi Hrafn Kúld – 296 högg
Eyþór Hrafnar Ketilsson (eftir bráðabana við Kristján) - 300
Kristján Benedikt Sveinsson - 300

Öll nánari úrslit er hægt að nálgast á golf.is.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is